Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dóra Stefánsdóttir og Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi. Dóra er ömmusystir Mána.
Dóra Stefánsdóttir og Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi. Dóra er ömmusystir Mána.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2018

Ærkjötið frá Sölvanesbændum vakti mikla athygli

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dóra Stefánsdóttir stóð vaktina á bás Matís í Laugardalshöllinni fyrir Eydísi Magnúsdóttur frænku sína og Rúnar Mána Gunnarsson, sauðfjárbændur í Sölvanesi í Skagafirði. 
 
„Við erum hér að bjóða upp á ærkjöt og lambakjöt. Það hefur gengið mjög vel að kynna vörur úr ærkjöti. Mest hefur þar selst af hryggvöðva. Margir sem koma til okkar segja að ærkjöt fáist ekki í búðum, en það langi til að prufa þetta.“ 
 
Ærkjötið er bragðmikið og gott
 
„Ærkjötið er mjög bragðmikið og gott. Þau Eydís og Rúnar Máni hafa verið að prófa sig áfram með þetta í gegnum Matarsmiðjuna á Skagaströnd. Þar eru öll nauðsynleg tæki og tól fyrir svona vinnslu með öllum tilskildum leyfum og vottunum sem þau geta fengið aðgengi að. Ærkjötið hefur komið rosalega vel út. 
 
Þau hafa líka verið að prófa að búa til ærkjötsfars sem komið hefur vel út og margir eru til í að prófa. Þegar ég var krakki borðaði maður oft kjötfars en einhvern veginn hefur það horfið af matseðlinum,“ segir Dóra. 
 
„Hvað varðar t.d. hangikjöt þá er mikið betra ef kjötið er af fullorðnu fé. Svo ég tali ekki um sauðakjöt – það er það albesta. 
 
Það eru margir sem segjast aldrei hafa séð ærkjöt á boðstólum fyrr. Samt hugsa ég að í tilbúnum réttum í verslunum geti oft verið um að ræða ærkjöt þó að á umbúðunum standi bara kindakjöt. Þar sem kjötið er mun bragðmeira, þá ímynda ég mér að það þurfi líka minna af því í tilbúna rétti. “  
 
Hægt að ná góðum virðisauka með vöruþróun úr ærkjöti
 
Dóra segist telja að í ærkjötinu sé einmitt hægt að búa til mun meiri virðisauka en hægt er í lambakjötinu með þróunarvinnu eins og þau hafi verið að stunda í Sölvanesi. Vissulega sé þó hægt að gera ýmislegt með lambakjötið líka, eins og að bjóða það í minni bitum en gert hefur verið. Það henti t.d. illa fyrir einstakling eða hjón sem orðin eru ein að þurfa að kaupa heilu hryggina eða lærin. Það brengli líka allt verðskyn hjá fólki. Fólki finnist lambakjöt dýrt þegar það horfir á stórt læri, en þegar kílóverðið er borið saman við t.d. kjúklingakjöt eða pitsu, þá sé það í raun mjög ódýrt. 
 
„Svona litlir bitar eins og við erum með hér henta t.d. okkur hjónum mjög vel. Ef maður er að kaupa heilt læri þarf maður eiginlega að halda stóra veislu,“ sagði Dóra Stefánsdóttir.  
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...