Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þeir sem hafa fengið að smakka rjómalíkjörinn hjá Pétri segja hann ótrúlega góðan enda er hann vinsælasti starfsmaðurinn í MS Selfossi þessar vikurnar því prófanir á drykknum fara m.a. þar fram. Drykkurinn er 18% af styrkleika.
Þeir sem hafa fengið að smakka rjómalíkjörinn hjá Pétri segja hann ótrúlega góðan enda er hann vinsælasti starfsmaðurinn í MS Selfossi þessar vikurnar því prófanir á drykknum fara m.a. þar fram. Drykkurinn er 18% af styrkleika.
Mynd / MHH
Fréttir 16. mars 2018

Áfengur rjómadrykkur úr íslenskri mjólk

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Verkefnið gengur ótrúlega vel, allar tilraunir og allt sem fylgir svona nýjung hefur komið ótrúlega vel út. Ef allt gengur að óskum þá vonast ég til að drykkurinn geti farið á markað eftir nokkra mánuði,“ segir Pétur Pétursson mjólkurfræðingur.
 
Hann er að þróa 18% rjómalíkjör úr íslenskri mjólk með ethanol úr íslenskri ostamysu á markað. Pétur fékk styrk frá verkefninu „Mjólk í mörgum myndum“ á síðasta ári við að vinna að hugmynd sinni. Verkefnið er á vegum Auðhumlu og Matís sem veitir nýsköpunarstyrki til að þróa nýjar vörur úr mjólk. Drykkur Péturs heitir Jökla sem  yrði fyrsti íslenski rjóma­líkjörinn unninn úr íslenskri mjólk og með ethanol úr íslenskri ostamysu frá Heilsuprótein ehf. 
 
„Jökla er alfarið hugmynd mín þar sem hann nýtir sérþekkingu mína á sviði mjólkurframleiðslu og áratuga reynslu af sölu á landbúnaðarvörum til bænda,“ segir Pétur stoltur og ánægður með nýja rjómalíkjörinn. 
 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...