Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Afkoma MS batnar
Fréttir 29. júlí 2020

Afkoma MS batnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt ársreikningi Mjólkursamsölunnar fyrir 2019 batnaði afkoma hennar frá árinu þar á undan. 167 milljón króna hagnaður var á starfsemi MS á síðasta ári.

Ari Edwald, forstjóri MS segir að afkoma af reglulegri starfsemi eftir skatt sé sú sama 2018 og 2019 eða hagnaður uppá tæpar 170 milljónir króna. „Munur á niðurstöðu milli ára felst í gjaldfærslu árið 2018 á sekt Samkeppniseftirlitsins vegna meintra brota á samkeppnislögum. Það mál er nú fyrir Hæstarétti en gjaldfærsla var engu að síður framkvæmd þegar héraðsdómur lá fyrir.

„Ég tel niðurstöðuna á síðasta ári viðunandi miðað við aðstæður. Það voru engar verðhækkanir á söluvörum MS á árinu 2019 en miklum kostnaðarhækkunum var mætt með hagræðingu. Þar má nefna samningsbundnar launahækkanir sem námu á þriðja hundrað milljónum króna, ýmsar hækkanir frá birgjum tengdar verðlagsþróun og svo t.d. skattahækkanir, en bara álögur vegna bifreiðareksturs MS hækkuðu um 35 m.kr. á síðasta ári. Almennt talað er afkoma MS samt engan veginn ásættanleg og uppsöfnuð niðurstaða frá 2007, er reksturinn komst í núverandi mynd, er um 700 milljóna króna tap. Afkoman hefur batnað en samt er hagnaður í fyrra aðeins 0,6% af tæplega 28 milljarða króna veltu og arðsemi eigin fjár, sem nemur rúmum 8 milljörðum króna, er aðeins um 2%. Opinber fyrirtæki eins og veitufyrirtæki, miða við að þau þurfi að hafa 6-8% arðsemi eigin fjár. Þótt Mjólkursamsalan sé ekki hagnaðardrifið fyrirtæki á innanlandsmarkaði þarf fyrirtækið að geta viðhaldið sér og fjárfest í nýjungum og tækjum og til þess þarf afkoman að batna frá því sem verið hefur.“

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.