Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frostadóttir.
Fréttir 15. febrúar 2024

Áframhaldandi matvælaframleiðsla öryggismál

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir óásættanlegt hversu lág laun margir í bændastéttinni fá.

Útgangspunkturinn þegar farið verði í næstu búvörusamninga verði að tryggja lífsviðurværi þeirra. „Við getum ekki áfram verið að leysa kerfið með plástrum, það þarf heildrænni mynd,“ segir hún. Þetta snúist ekki bara um sértækan stuðning, heldur að fólk hafi í sig og á, geti verið stolt af sinni vinnu og hafi tækifæri til uppbyggingar. Þetta sagði Kristrún þegar flokkur hennar heimsótti Bændasamtökin og kynnti sér baráttumál bænda.

Vert sé að skoða hvort það sé hægt að breyta aðgangi bænda að fjármagni, hvort sem það sé í gegnum niðurgreiðslur eða í gegnum sjóði sem er hægt að sækja í. „Mér finnst ekkert óeðlilegt við að lánakjör og fjármagnskjör til uppbyggingar taki mið af heildarmyndinni,“ segir Kristrún. „Þetta er starfsemi sem er sérstök af því að hún er niðurgreidd af ríkinu að hluta til, en það er öryggismál að það verði áfram matvælaframleiðsla í landinu.“

Sem formaður í flokki sem berst fyrir hagsmunum launafólks segir Kristrún að þau vilji að fólk geti keypt mat á viðráðanlegu verði. 

Það þurfi hins vegar að hugsa um heildarmyndina og hvaðan maturinn komi, því fólk þurfi að geta haft atvinnu af matvælaframleiðslu til að tryggja öryggi landsins. Ekki sé rétt að bændur taki á sig erfiðar efnahagsaðstæður til að halda niðri verði, heldur sé hægt að leysa vanda fjölskyldna með húsnæðis- og barnabótum.

Þá segir hún hina svokölluðu gullhúðun hafa verið mikið til umræðu í þinginu. Fólk sé ekki neikvætt gagnvart EES-samningnum en það skipti máli að gætt sé að sérstöðu Íslands. Það sé verið að setja kröfur á bændur sem henti í margmilljónasamfélagi en ekki hér. Þetta séu hlutir sem þurfi að skoða og fá bændur meira að borðinu.

Skylt efni: Matvælaöryggi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...