Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afstaða framboða til landbúnaðarmálefna
Mynd / ghp
Fréttir 20. september 2021

Afstaða framboða til landbúnaðarmálefna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Viljir þú fræðast um áherslur framboðanna í landbúnaðarmálum ættir þú að leggja hlustir við þáttaseríuna Afstaða x21 á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 25. september næstkomandi og kjósa fulltrúa sína á Alþingi til næstu fjögurra ára. Afstaða stjórnmálaflokkanna til hinna ýmsu málefna sem snerta landbúnað er okkur hjá Bændablaðinu hugleikinn. Brugðum við á það ráð að bjóða einum fulltrúa frá hverju framboði að setjast niður með Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, blaðamanni, í hljóðveri Hlöðunnar, hlaðvarpi Bændablaðsins og leggja fyrir þau spurningar sem varpa ljósi á áherslumál framboðanna þegar kemur að landbúnaði.

Öll serían er nú aðgengileg hér á vefsíðu Bændablaðsins og á öllum helstu streymisveitum, s.s. á Spotify og Apple Podcast.

Allir viðmælendur fengu sendan sama spurningalista. Svör þeirra endurspegla þær stefnur og skoðanir sem þau og þeirra flokkur ætla að beita sér fyrir á næsta kjörtímabili.

Hvaða leiðir sjá þau til að bæta afkomu bænda? Hvernig á fyrirkomulag opinbers stuðnings til landbúnaðar að vera háttað? Hvernig á ríkið að styðja við umhverfisstefnu bænda? Hver á stefna ríkisins að vera með búsetu á ríkisjörðum? Hvernig á að tryggja fæðuöryggi í landinu?

Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum má finna í þáttaröðinni Afstaða x21.

Hér er listi yfir viðmælendur Guðrúnar Huldu en hægt er að nálgast hvern þátt með því að smella á nöfn viðmælenda.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...