Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afstaða framboða til landbúnaðarmálefna
Mynd / ghp
Fréttir 20. september 2021

Afstaða framboða til landbúnaðarmálefna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Viljir þú fræðast um áherslur framboðanna í landbúnaðarmálum ættir þú að leggja hlustir við þáttaseríuna Afstaða x21 á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 25. september næstkomandi og kjósa fulltrúa sína á Alþingi til næstu fjögurra ára. Afstaða stjórnmálaflokkanna til hinna ýmsu málefna sem snerta landbúnað er okkur hjá Bændablaðinu hugleikinn. Brugðum við á það ráð að bjóða einum fulltrúa frá hverju framboði að setjast niður með Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, blaðamanni, í hljóðveri Hlöðunnar, hlaðvarpi Bændablaðsins og leggja fyrir þau spurningar sem varpa ljósi á áherslumál framboðanna þegar kemur að landbúnaði.

Öll serían er nú aðgengileg hér á vefsíðu Bændablaðsins og á öllum helstu streymisveitum, s.s. á Spotify og Apple Podcast.

Allir viðmælendur fengu sendan sama spurningalista. Svör þeirra endurspegla þær stefnur og skoðanir sem þau og þeirra flokkur ætla að beita sér fyrir á næsta kjörtímabili.

Hvaða leiðir sjá þau til að bæta afkomu bænda? Hvernig á fyrirkomulag opinbers stuðnings til landbúnaðar að vera háttað? Hvernig á ríkið að styðja við umhverfisstefnu bænda? Hver á stefna ríkisins að vera með búsetu á ríkisjörðum? Hvernig á að tryggja fæðuöryggi í landinu?

Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum má finna í þáttaröðinni Afstaða x21.

Hér er listi yfir viðmælendur Guðrúnar Huldu en hægt er að nálgast hvern þátt með því að smella á nöfn viðmælenda.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...