Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Pallborðsumræður. Karl Laurtzson, Lára Vilbergs, Lárus Heiðarsson, Birgir Már Daníelsson, Þór Þorfinnsson, Jóhann G. Jóhannsson og Jóhann F. Þórhallsson.  Myndir / Gunnar Gunnarsson.
Pallborðsumræður. Karl Laurtzson, Lára Vilbergs, Lárus Heiðarsson, Birgir Már Daníelsson, Þór Þorfinnsson, Jóhann G. Jóhannsson og Jóhann F. Þórhallsson. Myndir / Gunnar Gunnarsson.
Fréttir 19. febrúar 2016

Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Félag skógarbænda á Austurlandi stóð fyrir skömmu fyrir kynningarfundi um stofnun afurðamiðstöðvar viðarafurða á Austurlandi. Vel á annað hundrað manns sóttu fundinn.

Fundurinn var haldinn í samstarfi Félags skógarbænda á Austurlandi, Landssamtaka skógareigenda, Skógræktar ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskóga.

Að auka virði skógarnytja

Jóhann F. Þórhallsson hjá Félagi skógarbænda á Austurlandi og einn þeirra sem hélt erindi á fundinum segir að í ársbyrjun 2014 hafi farið af stað vinna við að kanna fýsileika þess að stofna til afurðamiðstöðvar viðarafurða á Austurlandi.

„Markmiðið með slíkri afurðarmiðstöð væri að auka virði skógarnytja, efla áframvinnslu hráefnis, vöruþróun og vöruframboð og hámarka arðsemi skógræktar sem atvinnugreinar.“

Nýta það sem fellur til

Í erindi Jóhanns kom meðal annars fram að með tilkomu bændaskógræktar og við umhirðu skóganna falli til umtalsvert af efni við millibilsjöfnun og grisjun skóganna. Mörgum bændum þykir súrt að ekki skuli vera hægt að skapa tekjur með sölu á þeim grisjunarvið sem fellur til á svæðinu og að hugmyndin um afurðamiðstöð viðarafurða sé sprottin úr þeirri umræðu.

Fyrsta afurðamiðstöð sinnar tegundar hér á landi

„Afurðamiðstöðin yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og með stofnun hennar gæfist einstakt tækifæri til að byggja upp fjölbreytta atvinnu- og rannsóknastarfsemi í kringum skógrækt,“ segir Jóhann.„En góð reynsla er fyrir rekstri slíkra afurðamiðstöðva á Norðurlöndum.“

Stefnan að efla nytjaskógrækt

Í máli Jóhanns á fundinum kom fram að það er stefna Félags skógarbænda á Austurlandi, líkt og Landssamtaka skógareigenda, að efla nytjaskógrækt og tryggja jafnt og öruggt framboð skógarafurða.
„Við leggjum áherslu á markaðsdrifna skógrækt og að arðsemin verði sem mest í heimabyggð. Næg eftirspurn er eftir við innanlands og verður fyrirsjáanlega áfram. Innfluttur viður er dýr og hefur verið eftir að gengi krónunnar féll, þó svo að heimsmarkaðsverð sé enn í lægð eftir síðustu efnahagskreppu. Allar forsendur eru því fyrir hendi að þessi atvinnugrein eigi sér arðvænlega framtíð.“

Nokkrar skýrslur sem hafa verið unnar í tengslum við verkefnið voru kynntar á fundinum. Lárus Heiðarsson frá Skógrækt ríkisins greinir frá niðurstöðum viðarmagnsúttektar, Birgir Már Daníelsson, frá  Rannsóknarmiðstöð um markaðs- og þjónustufræði við Háskóla Íslands, fór yfir markaðsgreiningu, Lára Vilbergsdóttir, Austurbrú fjallaði um fjölþætta nýtingu viðarafurða og Karl Lauritzson viðskiptafræðingur fór yfir viðskiptaáætlun og möguleg rekstrarform. Verkefnastjórinn, Björg Björnsdóttir, starfsmaður hjá Austurbrú, var fundarstjóri.

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...