Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
VATN vísitalan hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Appelsínugula línan táknar VATN vísitöluna en sú gráa vísitölu neysluverðs.
VATN vísitalan hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Appelsínugula línan táknar VATN vísitöluna en sú gráa vísitölu neysluverðs.
Fréttir 1. maí 2023

Afurðaverð nautgripa að hækka

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Töluverðar verðhækkanir hafa átt sér stað undanfarna mánuði á afurðaverði til nautgripabænda. Hækkanir hafa numið allt að rúmum tuttugu prósentum.

Aukin eftirspurn eftir nautakjöti hefur birst í hækkunum afurðastöðva á afurðaverði á undanförnum mánuðum. Nú þegar hafa allar afurðastöðvarnar hækkað verð sitt það sem af er ári og sumar þeirra hafa hækkað verðskrár sínar þrisvar.

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, segir að hækkanirnar séu vissulega kærkomnar enda hafi staða nautakjötsframleiðslu verið afar erfið að undanförnu. „Við höfum séð fækkun á ásettum gripum en vonandi er þróunin að snúast við. Það er auðvitað þriggja ára ferli að framleiða gripi þannig að áhrifin koma kannski ekki fram strax.“

Ef skoðuð er hækkun UN gripa frá janúar til og með hækkununum sem tóku gildi 17. apríl sl. nemur hún allt að rúmum 20% í flokkum yfir 200 kg. Undir 200 kg flokkur UN gripa hækkar mun minna og flestar afurðastöðvar hafa ekki hreyft þá verðskrá það sem af er ári, að SS undanskildu.

VATN vísitalan, sem búgreinadeild nautgripabænda hefur haldið utan um, hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Stærstu verðhækkanirnar áttu sér þó stað í mars og apríl en tölur til að uppfæra vísitöluna fyrir apríl liggja ekki enn fyrir. Búast má við því að hækkanirnar komi sterkar fram við næstu uppfærslu VATN vísitölunnar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...