Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
VATN vísitalan hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Appelsínugula línan táknar VATN vísitöluna en sú gráa vísitölu neysluverðs.
VATN vísitalan hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Appelsínugula línan táknar VATN vísitöluna en sú gráa vísitölu neysluverðs.
Fréttir 1. maí 2023

Afurðaverð nautgripa að hækka

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Töluverðar verðhækkanir hafa átt sér stað undanfarna mánuði á afurðaverði til nautgripabænda. Hækkanir hafa numið allt að rúmum tuttugu prósentum.

Aukin eftirspurn eftir nautakjöti hefur birst í hækkunum afurðastöðva á afurðaverði á undanförnum mánuðum. Nú þegar hafa allar afurðastöðvarnar hækkað verð sitt það sem af er ári og sumar þeirra hafa hækkað verðskrár sínar þrisvar.

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, segir að hækkanirnar séu vissulega kærkomnar enda hafi staða nautakjötsframleiðslu verið afar erfið að undanförnu. „Við höfum séð fækkun á ásettum gripum en vonandi er þróunin að snúast við. Það er auðvitað þriggja ára ferli að framleiða gripi þannig að áhrifin koma kannski ekki fram strax.“

Ef skoðuð er hækkun UN gripa frá janúar til og með hækkununum sem tóku gildi 17. apríl sl. nemur hún allt að rúmum 20% í flokkum yfir 200 kg. Undir 200 kg flokkur UN gripa hækkar mun minna og flestar afurðastöðvar hafa ekki hreyft þá verðskrá það sem af er ári, að SS undanskildu.

VATN vísitalan, sem búgreinadeild nautgripabænda hefur haldið utan um, hefur hækkað um 6% frá janúar til mars. Stærstu verðhækkanirnar áttu sér þó stað í mars og apríl en tölur til að uppfæra vísitöluna fyrir apríl liggja ekki enn fyrir. Búast má við því að hækkanirnar komi sterkar fram við næstu uppfærslu VATN vísitölunnar.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...