Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt
Mynd / Bbl
Fréttir 4. febrúar 2022

Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt

Höfundur: smh

Kjötafurðastöðin Kjarnafæði Norðlenska hefur tilkynnt um að afurðaverð fyrir dilkakjöt haustið 2022 muni hækka um tíu prósent að lágmarki, frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt árið 2021. Gildir hækkunin einnig fyrir dótturfélögin SAH Afurðir og Norðlenska Matborðið.

Þá var einnig tilkynnt um þriggja prósenta hækkun fyrir innlagt dilkakjöt á síðasta hausti, hjá áðurnefndum félögum. Uppbótin kemur til greiðslu í byrjun maí 2022.

Kaupfélag Skagafjarðar tilkynnti sömuleiðis nýverið um afurðaverðshækkun á dilkakjötsinnlegg haustið 2021, en þar er hækkunin fjögur prósent og verður sú uppbót greidd út í lok febrúar.  

Í tilkynningu Kjarnafæði Norðlenska kemur fram að vonir standi til að unnt verði að hækka meira en sem nemur þessum tíu prósentum næsta haust, en markaðsaðstæður munu ráða því.

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands tilkynnt um afurðaverðshækkun á innleggið á síðasta ári, en þar nam hækkunin fimm prósentum og átti við um allt afurðainnlegg ársins 2021.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...