Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Mynd / mhh
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem verður ein stærsta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins.

Húsið verður samtals 3.618 fermetrar að stærð og í því verða íþróttasalur, búningsklefar, matsalur, skrifstofuaðstaða og líkamsræktaraðstaða, ásamt því að gert er ráð fyrir að byggð verði sundlaug við húsið. „Þetta mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar ásamt því að skapa forsendur fyrir samfellu í skóla-, frístunda- og íþróttastarfi,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti. Hann gerir jafnframt ráð fyrir að byggingin muni nýtast sem samkomustaður fyrir stóra viðburði í sveitinni.

Efri hæðin er 900 fermetrar og nýtist sem skrifstofuaðstaða fyrir sveitarfélagið. Þar verður jafnframt fyrirtækjakjarni þar sem fyrirtæki og einyrkjar geta verið með skrifstofuaðstöðu. Matsalur verður á jarðhæð hússins sem mun nýtast öllum starfsmönnum í húsinu ásamt nemendum og kennurum við Þjórsárskóla.

„Við höfum tekið ákvörðun um að reisa húsið og koma íþróttasal og búningsklefum í notkun í fyrsta áfanga. Við munum ekki taka ákvörðun um að byggja sundlaugina fyrr en húsið er komið í notkun, við viljum vera viss um að fjárhagsáætlunin hafi gengið eftir og fjárhagurinn sé sterkur,” bætir Haraldur við. Vonast er til að fyrsti áfangi hússins verði tilbúinn næsta vor.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...