Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Mynd / mhh
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem verður ein stærsta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins.

Húsið verður samtals 3.618 fermetrar að stærð og í því verða íþróttasalur, búningsklefar, matsalur, skrifstofuaðstaða og líkamsræktaraðstaða, ásamt því að gert er ráð fyrir að byggð verði sundlaug við húsið. „Þetta mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar ásamt því að skapa forsendur fyrir samfellu í skóla-, frístunda- og íþróttastarfi,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti. Hann gerir jafnframt ráð fyrir að byggingin muni nýtast sem samkomustaður fyrir stóra viðburði í sveitinni.

Efri hæðin er 900 fermetrar og nýtist sem skrifstofuaðstaða fyrir sveitarfélagið. Þar verður jafnframt fyrirtækjakjarni þar sem fyrirtæki og einyrkjar geta verið með skrifstofuaðstöðu. Matsalur verður á jarðhæð hússins sem mun nýtast öllum starfsmönnum í húsinu ásamt nemendum og kennurum við Þjórsárskóla.

„Við höfum tekið ákvörðun um að reisa húsið og koma íþróttasal og búningsklefum í notkun í fyrsta áfanga. Við munum ekki taka ákvörðun um að byggja sundlaugina fyrr en húsið er komið í notkun, við viljum vera viss um að fjárhagsáætlunin hafi gengið eftir og fjárhagurinn sé sterkur,” bætir Haraldur við. Vonast er til að fyrsti áfangi hússins verði tilbúinn næsta vor.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...