Frá undirritun viljayfirlýsingar um að styðja við uppbyggingu starfstöðva Náttúrufræðistofnunar á Vesturlandi.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um að styðja við uppbyggingu starfstöðva Náttúrufræðistofnunar á Vesturlandi.
Mynd / Stjórnarráðið
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verða höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar á Akranesi og starfstöð á Hvanneyri.

Í júlí sameinuðust Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn í eina stofnun sem nefnist Náttúrufræðistofnun. Starfsmenn eru samtals áttatíu og dreifðir víða um landið. Frá þessu er greint í frétt á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur jafnframt fram að sameining stofnana hafi verið hluti af heildarendurskoðun og einföldun stofnanaskipulags ráðuneytisins. Sérstök áhersla var lögð á að fjölga störfum utan höfuðborgarsvæðisins við endurskoðunina.

Hluti starfstöðvanna verður í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í viljayfirlýsingu sem ráðherra undirritaði við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi segir að á Hvanneyri séu mikil tækifæri til samstarfs og samvinnu milli Náttúrufræðistofnunar og Landbúnaðarháskólans.

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...