Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um að styðja við uppbyggingu starfstöðva Náttúrufræðistofnunar á Vesturlandi.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um að styðja við uppbyggingu starfstöðva Náttúrufræðistofnunar á Vesturlandi.
Mynd / Stjórnarráðið
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verða höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar á Akranesi og starfstöð á Hvanneyri.

Í júlí sameinuðust Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn í eina stofnun sem nefnist Náttúrufræðistofnun. Starfsmenn eru samtals áttatíu og dreifðir víða um landið. Frá þessu er greint í frétt á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur jafnframt fram að sameining stofnana hafi verið hluti af heildarendurskoðun og einföldun stofnanaskipulags ráðuneytisins. Sérstök áhersla var lögð á að fjölga störfum utan höfuðborgarsvæðisins við endurskoðunina.

Hluti starfstöðvanna verður í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í viljayfirlýsingu sem ráðherra undirritaði við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi segir að á Hvanneyri séu mikil tækifæri til samstarfs og samvinnu milli Náttúrufræðistofnunar og Landbúnaðarháskólans.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...