Agnarlítið lamb á Neðri-Dálksstöðum
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það gengur mjög vel með gimbrina, sem hefur fengið nafnið Pæja pons, hún er sterkur karekter, sem á örugglega eftir að gera það gott þrátt fyrir að fæðast svona ofboðslega lítil, eða rétt um 600 grömm,“ segir Hanna María Brynjólfsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Neðri-Dálksstöðum skammt frá Akureyri.
Litla lambið er tvílemba, systir hennar er miklu stærri. Mamma lambanna heitir Kisa og pabbi þeirra Hreinn. Á bænum eru um 70 kindur og reiknað er með 130 til 150 lömbum í vor. Hanna María tók meðfylgjandi myndir af Pæju Pons og lambi, sem er jafn gamalt og í eðlilegri stærð, munurinn er mjög mikill.
Litla lambið, Pæja Pons, er tvílemba, en systir hennar er miklu stærri.