Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Álftahópur á túni í Eyjafirði í vetur.
Álftahópur á túni í Eyjafirði í vetur.
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Fréttir 1. nóvember 2023

Ágreiningur um ágang

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stofnstærð álfta og heiðagæsa hefur stækkað töluvert og bændur verða varir við mikla ásókn stórra hópa geldfugla á tún og akra sem eru þeim til ama.

Í sumar sótti Hákon Bjarki Harðarson, bóndi á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit, um undanþágu frá verndarlögum að skjóta allt að fimm fugla í þeim tilgangi að fæla frá þaulsetinn álftahóp en fékk höfnun. Hann sér lítinn tilgang í að sækja um styrk vegna tjóns af völdum ágangs því ef tjónabætur eru samþykktar fellur jarðræktarstyrkur niður á móti og sama upphæð fæst vegna tjóns.

Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, segist heldur ekki sækja um tjónabætur enda liggi kostnaðurinn í efni og vinnu við að afstýra búsifjum frekar en að verða fyrir tjóni.

Fjórum sinnum í röð hefur verið lögð fyrir Alþingi þingsályktunar- tillaga um tímabundið leyfi til veiða en málið hefur ekki fengið brautargengi.

Bent hefur verið á að veiðar séu ekki lausnin og geti í raun haft þveröfug áhrif. Ýmsar aðrar leiðir séu fyrir hendi sem gætu stemmt stigu við ágang og nýjasta tækni gæti þar reynst haukur í horni. 

Sjá nánar fréttaskýringu á bls. 20–22 í nýútkomnu Bændablaði.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...