Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Álftahópur á túni í Eyjafirði í vetur.
Álftahópur á túni í Eyjafirði í vetur.
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Fréttir 1. nóvember 2023

Ágreiningur um ágang

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stofnstærð álfta og heiðagæsa hefur stækkað töluvert og bændur verða varir við mikla ásókn stórra hópa geldfugla á tún og akra sem eru þeim til ama.

Í sumar sótti Hákon Bjarki Harðarson, bóndi á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit, um undanþágu frá verndarlögum að skjóta allt að fimm fugla í þeim tilgangi að fæla frá þaulsetinn álftahóp en fékk höfnun. Hann sér lítinn tilgang í að sækja um styrk vegna tjóns af völdum ágangs því ef tjónabætur eru samþykktar fellur jarðræktarstyrkur niður á móti og sama upphæð fæst vegna tjóns.

Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, segist heldur ekki sækja um tjónabætur enda liggi kostnaðurinn í efni og vinnu við að afstýra búsifjum frekar en að verða fyrir tjóni.

Fjórum sinnum í röð hefur verið lögð fyrir Alþingi þingsályktunar- tillaga um tímabundið leyfi til veiða en málið hefur ekki fengið brautargengi.

Bent hefur verið á að veiðar séu ekki lausnin og geti í raun haft þveröfug áhrif. Ýmsar aðrar leiðir séu fyrir hendi sem gætu stemmt stigu við ágang og nýjasta tækni gæti þar reynst haukur í horni. 

Sjá nánar fréttaskýringu á bls. 20–22 í nýútkomnu Bændablaði.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...