Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Agúrkuveira greind á tveimur býlum á Suðurlandi
Fréttir 12. janúar 2018

Agúrkuveira greind á tveimur býlum á Suðurlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skömmu fyrir áramót greindist áður óþekkt veirusýking á agúrkum hér á landi. Sýkingin hefur greinst á tveimur býlum á Suðurlandi. Vírusinn sem getur smitast mjög hratt út er sá þriðji sem greinst hefur í gróðurhúsagrænmeti á stuttum tíma. Vírusinn smitar ekki menn.

Helgi Jóhannesson, garðyrkju­ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að vírusinn sem greindur var í agúrkum hér á landi 30. desember síðastliðinn kallist cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV).

„Vírusinn er leiðinlegur í alla staði, dregur úr vexti og leiðir til uppskerutaps. Í versta falli gætu gúrkubændur þurft að henda út plöntunum, sótthreinsa og byrja upp á nýtt.

Tjón vegna vírussins er misjafnt eftir því á hvaða vaxtarstigi plönturnar smitast. Ungar plöntur fara verr út úr smiti en eldri. Einkennin eru oftast sýnileg á blöðunum en ekki á vörunni sjálfri.

Líklega borist með innfluttu grænmeti

Vírusinn er mjög lífseigur og getur lifað árum saman í jarðvegi, plöntuleifum og annars staðar í gróðurhúsum.

Að sögn Helga er ekki vitað hvernig sýkingin barst til landsins. „Líklegast er að það sé með innfluttu grænmeti, agúrkum eða skyldum tegundum eins og melónum eða kúrbít, eða fræi. Líkur á smiti með fræjum eru litlar en til staðar og ekki hægt að útiloka það alfarið og slíkt er þekkt erlendis.

Berst hratt út

Eins og er hefur vírusinn greinst á tveimur garðyrkjubýlum á Suðurlandi.

„Vírusinn getur smitast mjög hratt út með afurðum, mönnum eða umferð sé ekki ýtrustu varúðar gætt. Búið er að grípa til aðgerða á báðum stöðum til að hindra aukna útbreiðslu vírussins og til að draga úr smiti innan stöðvanna tveggja.“

Helgi segir að tvær ólíkar vírussýkingar hafi komið upp í tómötum á síðasta ári og þá hafi verið ákveðið að fara yfir lög og reglur um sýkingar í matjurtarækt en að þeirri vinnu sé ekki lokið þrátt fyrir að hún sé löngu orðin tímabær.

„CGMMV-vírusinn er ekki tilkynningaskyldur hér á landi né hjá EPPO, Samtökum um plöntur og plöntuheilbrigði í Evrópu og við Miðjarðarhafið, einhverra hluta vegna.“

Helgi segir að reyndar sé orðið löngu tímabært að uppfæra þann lista hér á landi og endurskoða allt regluverk kringum plöntusjúkdóma, en langt sé síðan að það var gert síðast.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...