Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 24. september 2019

Akureyringar flokka meirihluta sorps

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Um 7.600 tonn af sorpi og öðrum úrgangi féllu til frá heimilum á Akureyri á liðnu ári. Stór hluti er endurunninn, þar af fóru hátt í tvö þúsund tonn af lífrænum úrgangi í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
 
Samkvæmt tölum frá 2017 er Ísland í fjórða sætinu yfir magn úrgangs, um 656 kíló á hvern íbúa að því er fram kom í fréttum RÚV nýverið. Þarna er átt við heildarmagn, þó að mestu leyti frá heimilum, burtséð frá því hvað verður um sorpið, hvort það er urðað, endurunnið og þá hvernig. Meðaltalið í Evrópusambandinu eru 486 kíló á hvern íbúa.
 
36% af úrgangi fara í urðun
 
Fram kemur í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar að í fyrra féllu til um 7.600 tonn af sorpi frá heimilum á Akureyri. Það gera um það bil 400 kíló á hvern íbúa. Þar af fara um 2.800 tonn af úrgangi í urðun í Stekkjarvík í námunda við Blönduós, eða um 36%. Flest annað er endurunnið á einn eða annan hátt.
Akureyringar hafa á undan­förnum árum náð mjög góðum árangri í flokkun og endurvinnslu á pappa, drykkjarumbúðum, plasti og málmum. Þar að auki hafa um 80% heimila á Akureyri, í yfir tíu ár, flokkað allan lífrænan úrgang og skilað í Moltu, segir í frétt á vefsíðunni. Einnig að nýjasta dæmið sé græna trektin, en með henni geta íbúar með einföldum hætti losað sig við alla matarolíu og dýrafitu á þægilegan hátt. 
 
Stór hluti alls úrgangs sem fellur til á Akureyri er endurunninn. Hátt í tvö þúsund tonnum af lífrænum úrgangi var skilað frá akureyskum heimilum í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...