Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 24. september 2019

Akureyringar flokka meirihluta sorps

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Um 7.600 tonn af sorpi og öðrum úrgangi féllu til frá heimilum á Akureyri á liðnu ári. Stór hluti er endurunninn, þar af fóru hátt í tvö þúsund tonn af lífrænum úrgangi í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
 
Samkvæmt tölum frá 2017 er Ísland í fjórða sætinu yfir magn úrgangs, um 656 kíló á hvern íbúa að því er fram kom í fréttum RÚV nýverið. Þarna er átt við heildarmagn, þó að mestu leyti frá heimilum, burtséð frá því hvað verður um sorpið, hvort það er urðað, endurunnið og þá hvernig. Meðaltalið í Evrópusambandinu eru 486 kíló á hvern íbúa.
 
36% af úrgangi fara í urðun
 
Fram kemur í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar að í fyrra féllu til um 7.600 tonn af sorpi frá heimilum á Akureyri. Það gera um það bil 400 kíló á hvern íbúa. Þar af fara um 2.800 tonn af úrgangi í urðun í Stekkjarvík í námunda við Blönduós, eða um 36%. Flest annað er endurunnið á einn eða annan hátt.
Akureyringar hafa á undan­förnum árum náð mjög góðum árangri í flokkun og endurvinnslu á pappa, drykkjarumbúðum, plasti og málmum. Þar að auki hafa um 80% heimila á Akureyri, í yfir tíu ár, flokkað allan lífrænan úrgang og skilað í Moltu, segir í frétt á vefsíðunni. Einnig að nýjasta dæmið sé græna trektin, en með henni geta íbúar með einföldum hætti losað sig við alla matarolíu og dýrafitu á þægilegan hátt. 
 
Stór hluti alls úrgangs sem fellur til á Akureyri er endurunninn. Hátt í tvö þúsund tonnum af lífrænum úrgangi var skilað frá akureyskum heimilum í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...