Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Fréttir 10. mars 2015

Alfa og Hjálma hæst hjá eyfirskum kúabændum

Hjá Félagi eyfirskra kúabænda er haldin sú venja að taka fyrir ákveðinn árgang kúa og veita viðurkenningar. Annars vegar er það fyrir útlitsdóm og hins vegar fyrir sambland af honum og afurðamati kýrinnar. Var nú komið að kúm fæddum árið 2009.
 
Þessi árgangur samanstóð af 1.487 kúm sem voru á 89 búum. Meðalfjöldi dæmdra kúa á hvert bú var því 16,7 kýr. 
 
Skipting hópanna eftir feðrum var þannig, að 36% kúnna voru undan reyndum nautum, 39% undan ungnautum og 25% undan heimanautum. Sú óæskilega þróun er að heldur fjölgar í síðastnefnda hópnum.
Meðaleinkunn fyrir skrokk­byggingu reyndist vera 28,1 stig, 16,6 fyrir júgur, 16,3 fyrir spena, 16,7 fyrir mjaltir og 4,6 stig fyrir skap. Í dómseinkunn gerir það að meðaltali 82,3 stig. Miðað við næstu árganga á undan er um að ræða lítils háttar lækkun á aðaleinkunn sem fyrst og fremst stafar af nákvæmari dómum á mjöltum. Heildarstig einstakra kúa sveiflaðist frá 70 upp í 90.
 
Úr 2009 árganginum náðu 2 kýr á svæðinu 90 stigum og 10 hlutu 89 stig. Fengu eigendur þeirra viðurkenningu frá Félagi eyfirskra kúabænda. Voru það stækkaðar og áritaðar myndir af kúnum.
Út frá afurðamati kýrinnar og dómseinkunn, var reiknuð út heildareinkunn fyrir hana. Sú einkunn er fundin þannig: Dómseinkunn x 2 + afurðamat + eigið frávik fyrir afurðir (umfram 100). Varðandi verðlaunakýrnar er þess krafist að fyrir þurfi að liggja að lágmarki fjórar efnamælinganiðurstöður á ári, kýrin hafi ekki verið eldri en þriggja ára við fyrsta burð og burðartilfærsla ekki verið óeðlilega mikil. Miðað var við að kýrnar væru lifandi í árslok 2013.

6 myndir:

Skylt efni: eyfirskir kúabændur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...