Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alifuglakjötið hefur verið mest selda kjötafurðin á Íslandi frá árinu 2007
Mynd / smh
Fréttir 16. desember 2021

Alifuglakjötið hefur verið mest selda kjötafurðin á Íslandi frá árinu 2007

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Alifuglakjöt er greinilega búið að festa sig í sessi sem langvinsælasta kjötafurðin á Íslandi samkvæmt tölum mæla­borðs landbúnaðarins. Af því voru seld rétt tæp 9.000 tonn á tólf mánaða tímabili.

Þegar litið er yfir sölutölur á kjöti frá afurðastöðvum er ljóst að alifuglakjöt er mest selda kjötafurðin á Íslandi með 8.993.119 kg (rétt tæpum 9 þúsund tonnum) á tólf mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021.

Alifuglakjötssalan 27,3% meiri en kindakjötssalan

Þrátt fyrir 1,3% samdrátt í sölu er alifuglakjötið með yfirburði yfir söluna á kindakjötinu sem nam á sama tíma 6.537.965 kg. Samt var 4,5% aukning í sölu á kindakjöti á milli ára. Var kindakjötssalan því rúmlega 2.455 tonnum minni en salan á alifuglakjötinu, eða sem nemur um 27,3%.
Alifuglakjötið sigldi fram úr kindakjötinu árið 2007

Það var reyndar árið 2007 sem alifuglakjötið fór fram úr kindakjöts­neyslunni. Þá var neyslan á kindakjöti 22,3 kg að meðaltali á mann en alifuglakjötið með 24 kg. Síðan 2007 hefur alifuglakjötið alltaf verið með meiri neyslu og fór mest í 28,2 kg á mann árið 2017, þegar kindakjötið var með 20,6 kg.

Á 12 mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021 var meðalneyslan á alifuglakjöti 24,5 kg á mann, en kindakjötið er komið niður í 17,2 kg. Eftir 2015 verður þó að hafa fyrirvara um mögulega skekkju í tölum um neyslu á mann vegna ferðamanna. Neyslutölur geta því verið ögn hærri en raunin er.

Svínakjötið er fast á eftir kindakjötinu í sölu með 6.474.243 kg. Hefði ekki komið til 4% samdráttar í sölu á svínakjöti hefði salan á því farið vel fram úr kindakjötssölunni.
Salan á nautakjöti jókst um 5%

Í fjórða sæti í kjötsölunni er nautgripakjöt. Af því voru seld frá afurðastöðvum 4.858.998 kg á tólf mánaða tímabili. Þar hefur orðið marktæk aukning í sölu, eða sem nemur 5%. Aukningin í sölu nautakjöts helst nokkuð vel í hendur við aukningu í framleiðslunni sem var líka 5% á milli ára. Þannig voru framleidd 4.874.635 kg af nautgripakjöti á tólf mánaða tímabili. Meðalneysla á mann á þessu tímabili var 13,1 kg.

Athygli vekur að þegar tölur Hagstofu Íslands um neyslu á mann frá 1983 til 2015 og framreikningur Bændablaðsins á þeim tölum til októberloka 2021 eru skoðaðar, kemur í ljós að mjög litlar sveiflur hafa orðið í neyslu á nautakjötinu allt frá árinu 1985. Hefur hún legið á bilinu 10,5 til 114,1 kg. Árið 2011 fór nautakjötsneyslan í fyrsta sinn yfir 13 kg á mann og hefur haldist yfir þeirri tölu síðan nema á árinu 2020 þegar hún fór niður í 12,5 kg á mann.

Þótt hrossakjöt hafi greinilega aldrei verið mjög ofarlega á vinsældalista íslenskra neytenda, þá seldust samt 621.353 kg (621 tonn) á tólf mánaða tímabili fram til októberloka. Meðalneysla á mann var þá 1,8 kg. Það vekur samt athygli að þar hefur orðið verulegur samdráttur í sölu, eða sem nemur 15,5%. Á tímabilinu frá ágústbyrjun til októberloka var samdrátturinn hlutfallslega enn meiri, eða 20,7%. /HKr.
– Sjá nánar á bls. 8 í nýju Bændablaði

Skylt efni: alifuglakjöt | kjúklingur

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...