Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi
Mynd / HKr.
Fréttir 24. ágúst 2018

Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Alifuglakjöt var mest selda kjötafurðin í júlí samkvæmt tölum MAST og var salan 8,6% meiri en í sama mánuði í fyrra.  
 
Heildarsalan á kjöti í júlí var tæp 2.302 tonn. Þar af voru seld 842,5 tonn af alifuglakjöti eða 36,6% af heildinni. 
 
Svínakjötið var næst vinsælast í júlí
 
Í öðru sæti var svínakjöt. Af því voru seld tæp 626,2 tonn, eða 27,2% af heildinni. Var salan á svínakjöti í júlí 14,5% meiri en í sama mánuði 2017. 
 
Samdráttur í kindakjötssölunni
 
Kindakjötið var svo í þriðja sæti með tæplega 426,8 tonn, eða rúmlega 18,5% af heildarsölunni. Tekið er þó fram í tölum MAST að salan á kindakjötinu miðast við sölu frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Þá var samdráttur í sölu kindakjöts í júlí 2018 miðað við sama mánuð 2017. Nam samdrátturinn 3,7%.
 
Veruleg aukning í sölu á nautgripakjöti
 
Í fjórða sæti kjötsölunnar í júlí var svo nautgripakjöt. Af því voru seld rúmlega 390,1 tonn, eða tæp 17% af heildarsölunni. Athygli vekur að salan á nautakjöti í júlí var 21,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og slagar þar upp í hlutfallsaukninguna í svínakjötssölunni. 
 
Hrossakjötið rak svo lestina með tæplega 16,1 tonns sölu, eða tæplega 0,7% hlutdeild af kjötsölunni á Íslandi í júlí. Jókst salan þó á hrossakjöti í júlí 2018 um 2,4% miðað við júlí 2017. 
 
Langmesta árssalan er í alifuglakjöti
 
Þegar litið er á kjötsöluna yfir heilt ár kemur í ljós að salan á alifuglakjötinu er umtalsvert meiri en sala á öðrum kjöttegundum. Þar er salan 9.662,6 tonn, eða 33,9% af 28.513,7 tonna heildarsölu á kjöti. Er alifuglakjötið þar langt fyrir ofan aðrar kjöttegundir. 
 
Kindakjötið í öðru sæti yfir heilt ár
 
Í öðru sæti er kindakjöt með 6.932,9 tonn, eða 24,3% af heildarsölunni. Eins og áður er þar verið að tala um sölu kindakjöts frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. 
 
Svínakjötið að ná kindakjötssölunni
 
Svínakjötið er í þriðja sæti og er að sigla alveg upp að hliðinni á kindakjötinu í sölu. Af svínakjöti voru seld rúm 6.616 tonn eða 23,2% af heildarsölunni. Á þessum tveim kjöttegundum munar því aðeins 1,1% á heilu ári. 
 
Í fjórða sæti er nautgripakjötsalan með rúm 4.690,4 tonn, eða 16,4% af heildinni. 
 
Hrossakjötssalan rekur svo lestina með rúm 611,8 tonn eða 2,1% af heildarsölunni á kjöti. Það vekur þó athygli að hlutfallsleg ársaukningin er langmest í sölu á hrossakjöti, eða 9,2%, á meðan alifuglakjötið er með 4,5% aukningu.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...