Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Allar ferðir kolefnisjafnaðar á næsta ári
Fréttir 8. janúar 2020

Allar ferðir kolefnisjafnaðar á næsta ári

Bændaferðir mörkuðu sér þá stefnu á síðasta ári að allar flugferðir þeirra verði kolefnisjafnaðar árið 2020.  Heildarverð ferðar, með kolefnisgjaldi, verður þannig búið að reikna inn í ferðirnar og borgar farþeginn helming kolefnisgjaldsins en Bændaferðir hinn helminginn. 
 
Bændaferðir eru vörumerki í eigu Ferðaþjónustu bænda hf. og að sögn Sævars Skaptasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er kolefnisjöfnunin hluti af sjálfbærnistefnu sem mótuð var árið 2002 og unnið hefur verið eftir síðan. Með henni sýni fyrirtækið samfélagslega ábyrgð.
 
Bændur í lykilstöðu
 
Sævar 
Skapta­son..
Sævar segir bændur líka í lykilstöðu til að binda kolefni í jörðu og því sé samstarf við grasrótina gríðarlega mikilvægt en ferðaþjónustubændur vinna margir hverjir mikilvægt starf á sviði landgræðslu, skógræktar og endurheimtar votlendis. 
 
Hann segir að kolefnisgjaldið renni í sérstakan sjóð og verður úthlutað úr honum í fyrsta sinn í byrjun árs 2021. Ítrekar hann að áhersla verði lögð á gagnsæi og kynningu á framgangi þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir, en þannig geti viðskiptavinir og aðrir áhugasamir fylgst með því hvernig fjár­munum sjóðsins er varið. 
 
Ábyrg ferðaþjónusta
 
Varðandi út­reikning á kol­efnis­gjaldinu munu Bændaferðir styðjast við reiknivél Alþjóða flug­málastofnunar (ICAO), en sam­kvæmt þeim for­sendum myndi kolefnisgjald á flugi með Bændaferðum til München í Þýskalandi nema 892 krónum – sem skiptist þá jafnt á milli farþega og Bændaferða. 
 
Ferðaþjónusta bænda er gæða­vottað af Vakanum, með gull-umhverfismerki og þátttakandi í hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...