Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fresturinn til að breyta öllum hænsnahúsum í lausagönguhús hefur tvisvar
verið framlengdur.
Fresturinn til að breyta öllum hænsnahúsum í lausagönguhús hefur tvisvar verið framlengdur.
Fréttir 8. september 2023

Allar hænur í lausagöngu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun (MAST) vinnur nú að úttekt allra þeirra búa sem eru með starfsleyfi til frumframleiðslu eggja. Frá 30. júní hefur ekki verið heimilt að halda varphænum í hefðbundnum búrum.

Eggjabændum hafði verið gefinn átta ára frestur til að breyta sínum búum í lausagöngubú með reglugerð frá 2015. Upphaflega átti bann við búrum að ganga í gildi í lok árs 2021 en fresturinn var tvisvar framlengdur af ráðuneyti landbúnaðarmála.

Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir
hjá MAST. Mynd / Aðsend

Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá MAST, segir þennan áfanga mikið fagnaðarefni vegna bættrar dýravelferðar. Íslendingar séu þó ellefu árum á eftir Evrópusambandinu að innleiða þessar kröfur en þar hefur verið óheimilt að hafa hænur í búrum frá 2012.

Allar hænur hafi það sem þær þurfa að hafa að lágmarki

„Því ber að fagna að þetta hefur tekið gildi og núna göngum við út frá því að allar hænur hafi það sem þær þurfa að hafa að lágmarki,“ segir Brigitte. Þær eigi að komast í sandbað, geta setið á prikum, hafa aðgang að varpkössum ásamt því að geta gengið og hreyft sig.

Hún segir MAST standa í eftirliti núna, þar sem tekin verða út þau tólf bú sem eru með starfsleyfi til frumframleiðslu eggja. Brigitte vonar að öllum búum hafi tekist að uppfylla nýjar aðbúnaðarkröfur í tæka tíð, en ekki sé komin niðurstaða úr eftirlitinu og geti hún því
ekki upplýst hver staðan sé.

Einhverjir bregði búi

Þegar niðurstaða verður komin úr eftirlitinu verður hægt að svara hvort breytingar hafi orðið á fjölda eggjabúa vegna hertra krafna. Brigitte telur að einhverjir eggjabændur hafi ákveðið að ráðast ekki í breytingar, heldur bregða búi um leið og bann við notkun hefðbundinna búra tók gildi.

Úti í Evrópu hafa verið í notkun svokölluð innréttuð búr um árabil, þar sem 20 til 50 hænur eru saman í hóp. Brigitte segist ekki vita til að nokkurt hænsnahús sé innréttað á slíkan hátt hérlendis, heldur velja íslenskir eggjabændur að byggja lausagönguhús. Í þeim gilda engar
takmarkanir á fjölda hænsna í einu rými. 

Skylt efni: hænur | lausaganga búfjár

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...