Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Allar íslenskar sauðfjárafurðir upprunamerktar
Fréttir 10. desember 2015

Allar íslenskar sauðfjárafurðir upprunamerktar

Markaðsráð kindakjöts er þessa dagana að fara af stað með nýtt upprunamerki fyrir allar íslenskar sauðfjárafurðir. Merkið er fyrst og fremst hugsað til þess að vekja athygli erlendra ferðamanna á gæðum og sérstöðu kjötsins, ullarinnar og gæranna. 
 
Með því að allar afurðir verði undir einu gæðalegu upprunamerki er hægara um vik að koma hinni einstöku sögu íslensku sauðkindarinnar til skila til þeirra sem heimsækja landið. Markmiðið er að íslenskt lambakjöt verði í öndvegi á sem flestum af betri veitingastöðum landsins og að allar peysur, húfur og vettlingar eða annað úr íslenskri ull verði rækilega merkt. Undirbúningur hefur tekið nokkra mánuði og verið unninn í samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir – þeirra á meðal Icelandair og Handprjónasambandið. Fyrstu veitingastaðirnir sem verða með eru Grillið á Hótel Sögu og veitingastaðir Icelandair.
 
Sjálfbær gæðavara af einstöku fjárkyni
 
Einn af kostunum við sameiginlegt upprunamerki fyrir allar afurðir er sá að snertingar við hvern og einn ferðamann verða eins margar og framast er kostur. 
 
Fyrir utan að kynna merkið inni á veitingastöðum og í ferðamannaverslunum, er einnig samvinna með leiðsögumönnum, ferðaþjónustufyrirtækjum og flugfélögum, enda er lambakjöt sannarlega þjóðarréttur Íslendinga. 
 
Sérstöðu íslenska fjárins er komið til skila í merkinu sjálfu og því haldið til haga að féð kom til landsins með landnámsmönnum og að stofninn er óspilltur og einstakur í veröldinni. Þegar fjallað er um lambakjötið er sérstaklega dregið fram hversu rómað þetta holla kjöt er fyrir bragðgæði, enda alið á sjálfbæran hátt í óspjallaðri náttúru á móðurmjólk og næringarríkum fjallgróðri.
 
Hver einasta lopapeysa með upprunamerkinu
 
Hugmyndin er sú að merkið sjálft segi ákveðna grundvallarsögu en síðan er hægt að segja óteljandi mismunandi undirsögur. Allar eiga þær að hverfast um hversu einstakt íslenska sauðféð er, hvort sem er með tilliti til sjálfbærra búskaparhátta, gæða og hreinleika eða einstakrar menningarlegrar tengingar. 
 
Í sérstökum ullarmiðum er gerð grein fyrir því að lagskipt ullin af íslenska fénu fyrirfinnst hvergi annars staðar og lopaklæði og gærur hafa haldið hita á þjóðinni í óblíðri íslenskri veðráttu í meira en þúsund ár. 
 
Stefnt er að því að hver einasta lopapeysa sem seld er í verslunum hérlendis verði merkt, sé hún sannarlega úr íslenskri ull. Á næstu vikum og mánuðum er stefnt að því að fara um allt land og heimsækja alla þá sem framleiða eða selja íslenska ull, ullarvörur eða gærur. 
 
Erlendir ferðamenn eiga innan nokkurra mánaða að geta gengið út frá því sem vísu að ef vörurnar eru ekta séu þær merktar. Svipað gildir um matinn. Þeir veitingastaðir sem setja íslenskt lambakjöt í öndvegi verða þá sérstaklega merktir og dregnir fram í veitingastaðaflóru landsins þannig að ekki ætti að fara fram hjá nokkrum þeim sem heimsækir landið hver þjóðarrétturinn er og hvað það er sem verður að prófa í Íslandsferðinni. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...