Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Alþingi hafnaði flýtingu á innflutningi sérosta
Fréttir 22. júní 2018

Alþingi hafnaði flýtingu á innflutningi sérosta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um tíma leit út fyrir að Alþingi ætlaði að afgreiða frumvarpið. Úr því varð ekki því í meðförum atvinnuveganefndar var 1. grein frumvarpsins felld á brott en þar var kveðið á um auknar heimildir til tollfrjáls innflutnings á sérostum. Nýjar upplýsingar um málið urðu til þess að samþykkt var breytingatillaga þar sem 1. grein frumvarpsins var felld brott.

Það sem stendur eftir af upphaflegu stjórnarfrumvarpi landbúnaðar­ráðherra um breytingar á tollalögum er að heimilaður verður tollfrjáls innflutningur á móðurmjólk fyrir hvítvoðunga.

Nýjar upplýsingar

Í nefndaráliti með breytinga­tillögunni kom fram að nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu sem breyttu afstöðu nefndarmanna. Í álitinu segir meðal annars:

„Við umfjöllun um frumvarp þetta hefur komið fram að ekki hefur verið farið fram á neinar formlegar viðræður við Evrópusambandið um aðgangsheimildir fyrir mjólkurafurðir að innri markaði þess. Ljóst er að fyrrgreint nefndarálit meirihluta atvinnuveganefndar átti að eiga við um vörur sem ekki væru framleiddar hér á landi og væru því ekki í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Meirihlutinn telur þó hafa komið í ljós við umfjöllun um frumvarp þetta að ef það nær fram að ganga mun það hafa mikil áhrif á framleiðslu hér á landi.“

Atvinnuveganefnd vill úttekt

Meirihluti atvinnuveganefndar beinir því til ráðherra að fyrir 1. nóvember 2018 verði unnin úttekt um áhrif innflutningskvóta á ostum, sem eru verndaðir með upprunatáknum eða með vernduðum landfræðilegum merkingum, á íslenskan markað og kynna atvinnuveganefnd. Við gerð úttektarinnar skal leita eftir sjónarmiðum þeirra sem eiga hagsmuna að gæta. Jafnframt ítrekaði meirihlutinn að ríkisstjórnin skuli hraða eins og kostur er samningum við Evrópusambandið um aðgangsheimildir fyrir mjólkurafurðir að innri markaði þess.

Skynsamleg niðurstaða

Sigurður Eyþórsson, framkvæmda­stjóri Bændasamtaka Íslands, segir niðurstöðu málsins skynsamlega. „Þetta snerist um að fara eftir samningum en ekki opna einhliða fyrir hraðari innflutning án þess að fá sambærilega opnun á útflutningi á móti. Fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, höfðu ekki einu sinni fyrir því að biðja Evrópusambandið um hana. Forsendur fyrir hraðari opnun á innflutningi voru því ekki til staðar. Tollfrjáls kvóti á osti frá ESB á þessu ári er 187 tonn nú þegar. Það fer upp í 360 tonn strax um næstu áramót. Alls 57 tonn af kvótanum í ár er upprunatengdur ostur en það verða 130 tonn um áramótin og 230 tonn eftir tvö og hálft ár. Sá kvóti er ekki boðinn út og ekkert greitt fyrir hann. Ég treysti því að neytendur fylgi því eftir í verslunum.

Hinn ostakvótinn er boðinn út. Fyrir þau 130 tonn sem eru tollfrjáls á þessu ári greiddu innflytjendur að meðaltali 785 krónur fyrir kílóið í útboði. Það gjald rennur í ríkissjóð. Kvótinn hækkar í 230 tonn um næstu áramót og í 380 tonn eftir tvö og hálft ár. Þá verður tollfrjáls innflutningur orðinn 610 tonn á ári.  Það verður ekki auðvelt fyrir innlenda framleiðslu að takast á við það, þó að við bætist ekki einhliða aukning.“

Klæðskerasniðið frumvarp fyrir heildsala

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði meðal annars um frumvarp landbúnaðarráðherra að það mundi „skaða hagsmuni íslensks landbúnaðar og grafa undan innlendri matvælaframleiðslu“ og að það væri klæðskerasaumað að hagsmunum heildsala.

Sindri sagði einnig að málið væri ekki svo einfalt „að eingöngu sé um sérosta að ræða eins og franska mygluosta. Þarna eru líka hollenskir Gouda- og Edam-ostar sem eru sambærilegir við mest seldu brauðosta hér á landi. Afleiðingarnar verða einfaldlega þær að ódýrir erlendir ostar, sem heildsalar munu flytja inn í stórum stíl, munu hafa veruleg áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu. Samdráttur í innlendri framleiðslu er óumflýjanlegur.“

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði bentu á í umsögn sinni um frumvarpið að með tollasamningnum sé ekki eingöngu opnað á tollfrjálsan innflutning einstaka óvenjulegra erlenda osta sem ekki eru í beinni samkeppni við íslenska ostaframleiðslu. Samtökin bentu á að samningurinn opnaði á tollfrjálsan innflutning osta af sömu tegund og algengustu verðlagsbundnu íslensku ostarnir. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...