Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Áratuga gamall greniskógur „upprættur“
Fréttir 8. febrúar 2017

Áratuga gamall greniskógur „upprættur“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þingvallanefnd hefur ákveðið að fella og uppræta áratuga gömul grenitré næst Valhallarreitnum. Helstu rökin fyrir því að fella trén eru að þau hafi „slæm sjónræn áhrif“ á ásýnd þjóðgarðsins.

Forsaga skógarfellingarinnar er að ríkissjóður hefur keypt 72 ára  gamlan sumarbústað sem til stendur að rífa. Samhliða því að rífa sumarbústaðinn hefur verið ákveðið að fella áratuga gömul grenitré sem standa á lóðinni hjá honum.

Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir í bréfi til forsætisráðuneytisins að Þingvallanefnd hyggist rífa húsið og „uppræta og fjarlægja greniskóginn“.

Fyrr í sumar var greint frá því að fella eigi hátt í þrjú hundruð barrtré á Þingvöllum á næstu árum.

Gríðarlegt jarðrask

Samkvæmt orðanna hljóðan á ekki eingöngu að fella greniskóginn á Valhallareitnum heldur einnig að grafa burt allar rætur trjánna. Það að fjarlægja rætur gamalla trjáa hefur í för með sér gríðarlegt jarðrask. Fjarlægja þarf tugi ef ekki hundruð rúmmetra af jarðvegi sem þarf síðan að flytja burt og síðan flytja að annan jarðveg í staðinn til að lagfæra skemmdirnar.

Ekki krafa UNESCO

Helstu rökin sem notuð hafa verið þegar greni og fura hefur verið felld innan Þingvallagarðsins eru að eftir að garðurinn var settur á Heimsminjaskrá UNESCO hafi verið gerð krafa um að þar megi ekki finnast plöntur af erlendum uppruna. Þar er átt við plöntur sem ekki teljast til íslenskrar flóru og þá væntanlega plöntur sem ekki eru skráðar með ríkisborgararétt í fyrstu útgáfu af Flóru Íslands eftir Stefán Stefánsson sem kom út árið 1901.

Þetta er rangt. UNESCO gerir ekki slíkar kröfur og hefur aldrei gert.

Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, sagði í samtali við Bændablaðið að UNESCO hafi ekki gert kröfur um slíkar trjáfellingar þegar Þingvellir voru teknir inn á heimsminjaskrá árið 2004. „Það að slíkt var ákveðið var einhliða ákvörðun Þingvallanefndar sem lét í veðri vaka að slíkt væri að frumkvæði UNESCO.“

Kew-grasagarðurinn er á heimsminjaskrá

Sama ár og Þingvellir voru teknir á heimsminjaskrá var Kew-grasagarðurinn í London tekinn inn á skrá UNESCO en sá garður er eitt stærsta safn erlendra plantna í heiminum og alþjóðleg rannsóknamiðstöð í grasafræði. Við innvígslu Kew á heimsminjaskrá var ekki farið fram á að ein einasta erlend planta væri fjarlægð úr garðinum.

Sögufölsun

Sú árátta að fjarlægja öll barrtré og tré sem teljast geta verið innflutt á Þingvöllum er stórfurðuleg og líkist einna helst sögufölsun náttúruminja. Barrtrén á Þingvöllum voru á sínum tíma gróðursett í góðri trú og hafa um áratugi glatt augu þjóðgarðsgesta og af og frá að þau hafi á nokkurn hátt haft „slæm sjónræn áhrif“ á ásýnd garðsins. Slíkt er firra.

Talsvert var fellt af gömlum og háum grenitrjám á sama reit árið 2006 með samþykkt Skógræktarinnar.

Trén hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt þar sem þau standa. Fegurð Þingvalla felst ekki síst í náttúrulegri fjölbreytni og trjánum sem þar eru, hvort sem það eru sumargræn lauftré eða sígræn barrtré.

Skylt efni: Þingvellir | barrtré

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...