Arnar Árnason kjörinn formaður Landssambands kúabænda
Nú rétt fyrir hádegi var tilkynnt um niðurstöðu í formannskjöri Landssambands kúabænda (LK) á Hótel Sögu. Arnar Árnason frá Hranastöðum í Eyjafirði var kjörinn formaður og hlaut 18 atkvæði en mótframbjóðandi hans Jóhann Nikulásson frá Stóru-Hildisey 15.
Arnar er 41 árs og hefur búið á Hranastöðum frá 2001.
Dagskrá aðalfundar LK verður haldið áfram eftir hádegi þegar afgreiðsla mála fer fram og aðrar kosningar.
Afmælishátíð vegna 30 ára afmælis LK og árshátíð verður svo haldin á morgun á Hótel Sögu.