Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Ársfundur BÍ og bændahátíð verða haldin í Hofi á Akureyri 3. mars 2017.
Mynd / Auðunn Níelsson
Fréttir 27. desember 2016

Ársfundur og bændahátíð haldin á Akureyri

Höfundur: TB
Bændasamtökin standa fyrir bændahátíð föstudaginn 3. mars næstkomandi í Hofi á Akureyri. 
 
Fyrr um daginn verður ársfundur Bændasamtakanna en hann saman­stendur af hefðbundnum aðalfundarstörfum og ráðstefnu þar sem landbúnaðurinn verður í brennidepli. 
 
Búnaðarþing er nú haldið á tveggja ára fresti en hefðbundinn aðalfundur Bændasamtakanna þess á milli. Efni ársfundarins verður kynnt þegar nær dregur og sömuleiðis bændahátíðardagskráin. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn en Bændasamtökin vonast til þess að bændur taki því fagnandi að blanda saman fræðslu og skemmtun með þessum hætti. 
 
Menningarhúsið Hof er glæsilegur vettvangur til þess að koma saman og fjölbreytt afþreying er í boði í Eyjafirði. Tilvalið tækifæri að taka sér hlé frá bústörfum og gleðjast með öðrum bændum.
 
Pantið gistingu í tíma
 
Nægt hótel- og gistirými er á Akureyri en bændur eru hvattir til þess að panta herbergi í tíma. Meðal þeirra aðila sem bjóða bændum góð kjör eru Icelandair Hotels, Hótel Natur, Sæluhúsin á  Akureyri og Hótel Norðurland. Fjöldi annarra gististaða er í boði en upplýsingar um þá má finna á vefnum www.visitakureyri.is.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...