Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Elín Anna tekur hér við ART-vottuninni úr hendi Sigríðar Þorsteinsdóttur, verkefnisstjóra og ART-þjálfara á Suðurlandi. Með þeim á myndinni eru Gunnar Þór Gunnarssonog Kolbrún Sigþórsdóttir ART-þjálfarar.
Elín Anna tekur hér við ART-vottuninni úr hendi Sigríðar Þorsteinsdóttur, verkefnisstjóra og ART-þjálfara á Suðurlandi. Með þeim á myndinni eru Gunnar Þór Gunnarssonog Kolbrún Sigþórsdóttir ART-þjálfarar.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir 21. júní 2016

ART-vottaður leikskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega fékk leikskólinn Leikholt í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi ART-vottun. 
 
„ART er fastmótað hegðunarmódel sem þjálfar börn, unglinga og fullorðna í mannlegum samskiptum og gefur þeim einnig verkfæri í hendurnar til þess að vinna með reiðitilfinninguna og ná betri sjálfstjórn. 
 
Einnig hjálpar ART-þjálfunin einstaklingnum til að vinna úr vandamálum, hugsa út í hvað sé siðferðislega rétt og hvað sé siðferðislega rangt þegar taka þarf ákvörðun um eitthvað. 
 
Þá þjálfast einstaklingurinn einnig í því að færa rök fyrir sinni ákvörðun og svara af hverju hann/hún tók þessa ákvörðun,“ segir Kolbrún Sigþórsdóttir, sem starfar hjá ART-teyminu á Suðurlandi þegar hún var spurð hvað ART væri. 
 
Kolbrún segir að tilgangurinn með ARTI sé að einstaklingurinn nái að þekkja sjálfan sig og tilfinningar sínar það vel að hann geti átt góð samskipti við aðra, viti hvaða aðstæður eru honum erfiðar og hvernig hann eigi að bregðast við í ýmsum atvikum sem upp koma í lífinu.
 
„Markmiðið með ART-þjálfun er að þjálfa einstaklinginn í félagsfærni svo að hann geti verið öruggur í samskiptum sínum við aðra, að hann geti sýnt sjálfstjórn með því að stoppa og hugsa:
 
„Hvað gerist ef ég bregst svona við?“ „Hverjar verða afleiðingarnar ef ég segi þetta/geri þetta?“ bætir Kolbrún við.
 
ART-þjálfunin fer að miklu leyti fram í gegnum hlutverkaleiki og endurgjöf frá hópnum. Markmiðið er að einstaklingurinn verði öruggari í að takast á við erfiðar aðstæður og honum gangi betur að taka ákvarðanir og færa rök fyrir þeim. Þannig eflist sjálfsmyndin og sjálfsöryggið eykst og þannig byggist upp einstaklingur sem er betur búinn til að takast á við lífið.
 
Gæðastimpill fyrir Leikholt
 
Það að leikskólinn Leikholt er kominn með ART-vottun gefur leikskólanum ákveðinn gæðastimpil. Þrír grunnskólar á Suðurlandi hafa fengið ART-vottun, það eru Laugalandsskóli í Holtum, Þjórsárskóli og Víkurskóli í Vík í Mýrdal. Eini leikskólinn sem hefur haft ART-vottunina þar til nú er Leikskólinn á Laugalandi, Leikholt hefur nú bæst í hóp þessara flottu skóla. Grunnskólinn á Þórshöfn er eini skólinn utan Suðurlands sem fengið hefur ART-vottun en hún gildir til þriggja ára í senn. Þá þarf að endurmeta og fara yfir stöðu ART-sins og sýnileik innan skólastarfsins, það er til að mynda komið að því í Víkurskóla, Laugalandsskóla í Holtum og Grunnskólanum í Þórshöfn.
 
„Vonandi sjáum við fleiri skóla taka skrefið á næstu misserum og taka nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fá vottunina, bæði Hvolsskóli og leikskólinn Örk á Hvolsvelli hafa t.d. sýnt því áhuga og vantar ekki mikið upp á,“ segir Kolbrún.
 
Pláss fyrir fleiri börn í Leikholti
 
„Í leikskólanum Leikholti eru 24 börn og húsrúm leyfir mun fleiri og óskum við því eftir fleiri börnum í þetta yndislega húsnæði og umhverfi sem býður upp á svo mikla möguleika. Í leikskólanum eru 9 starfsmenn, 5 leikskólakennarar, 3 leiðbeinendur og einn starfsmaður í eldhúsi/ræstingu. 
 
Í Leikholti ríkir mjög góður starfsandi, starfsfólkið hér er mjög metnaðarfullt og áhugasamt um starfið sitt og einkunnarorð okkar eru gleði, vinsemd og virðing. 
 
Við leggjum áherslu á leikinn, ART, umhverfismennt (erum Græn fána-leikskóli), og mál og læsi,“ segir Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri. Hún segist tvímælalaust mæla með ART-inu fyrir aðra leikskóla, enda sé alltaf gott að hafa ákveðna stefnu í lífsleikni og agastjórnun í skólum. 
 
„Við í leikskólanum Leikholti erum mjög stolt af því að hafa fengið vottun sem ART-skóli því við lögðum okkur mikið fram í vetur að tileinka okkur verkfærin sem ART-ið býður upp á og gera það sem hluta af okkar menningu í okkar skóla. Mig langar að lokum að segja að ART-teymið á Selfossi stendur sig mjög vel að halda uppi þessum námskeiðum og ég vona virkilega að starf þeirra fái að njóta sín áfram, ART er smart,“ segir leikskólastjórinn að lokum.
 

3 myndir:

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...