Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi
Fréttir 26. mars 2020

Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Áslaug Alda Þórarinsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri seyru­verkefnisins svokallaða, sem sex sveitarfélög í Árnessýslu, auk Ásahrepps í Rangárvallasýslu standa að.

Áslaug Alda er frá Spóastöðum í Bláskógabyggð og bý þar núna með sambýlismanni sínum, Ingva Rafni Óskarssyni, og sonum þeirra, þeim Aroni Gauta og Elvari Andra, sem eru fjögurra ára. Helstu verkefni Áslaugar Öldu verða  að halda utan um verkefnið í heild sinni, koma upplýsingum til fasteignaeigenda ef illa gengur að losa rotþróna hjá viðkomandi, taka við ábendingum og öllu því sem betur má fara í tengslum við tæmingu, sinna fræðslu og koma almennum og sértækum upplýsingum til eigenda rotþróa. Þá er hluti starfsins að sjá um skráningu í gagnagrunn enda er mikilvægt að allar upplýsingar séu tiltækar þegar á þarf að halda svo þjónustan verði góð og hnökralaus. Sveitarfélögin, sem standa að verkefninu eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.

„Nýja starfið leggst mjög vel í mig og er mín helsta starfsstöð á Borg í Grímsnesi þar sem tekið hefur verið mjög vel á móti mér og líður mér strax mjög vel þar. Ég mun samt koma til með að vera á flakkinu og er nú þegar búin að fara og heimsækja allar skrifstofur sveitarfélaganna, sem eru í verkefninu,“ segir Áslaug Alda. 

Skylt efni: seyra | seyruverkefni

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...