Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar
Mynd / HKr.
Fréttir 11. maí 2020

Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sjötíu og fjórir listamenn dvöldu í Textílmiðstöðinni á Blönduósi í fyrra og komu þeir frá öllum heimshornum, eða frá 16 löndum. Þrátt fyrir ástandið er starfsemi í gangi í miðstöðinni og dvelja þar nú þrír listamenn. Margir listamenn sem áttu pantað pláss í vor og sumar hafa frestað komu sinni eða hætt við hana.  
 
Frá Textílmiðstöðinni.
 
Alþjóðlegur styrkur 
 
Textílmiðstöðin og Þekkingar­setrið á Blönduósi tók þátt í umsókn á stóru Evrópuverkefni; CENTRINNO undir áætluninni, Horizon 20/20, ásamt Nýsköp­unarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur nú fengið vilyrði fyrir styrk og er ætlað til þriggja og hálfs árs. Ef allt gengur eftir mun það hefjast í haust. Verkefnið snýst um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta og er mikil áhersla lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni. Samstarfsborgir Blönduóss í verkefninu eru París, Barcelona, Kaupmannahöfn, Zagreb, Tallinn, Genf, Amsterdam og Mílanó. Verkefnið á Íslandi hefur þá sérstöðu að það nær til landsins alls. Í verkefninu er mikil áhersla á að nýta möguleika stafrænnar tækni og að efla kunnáttu í að nýta stafræna tækni til framleiðslu.
 
Tækjakaup 
 
Á vef Textílsetursins kemur fram að stefnt sé að frekari eflingu Textílmiðstöðvar Íslands sem blóm­legrar miðstöðvar þar sem sérfræðingar, hönnuðir, handverks- og listafólk og kennarar á textílsviði geti fengið aðgang að nútímalegri aðstöðu til rannsókna, þróunar og kennslu.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...