Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands heimsóttu Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir skömmu. Hér eru þau Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri ásamt Birgi H. Arasyni, varaformanni BSE (fyrir miðju).
Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands heimsóttu Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir skömmu. Hér eru þau Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri ásamt Birgi H. Arasyni, varaformanni BSE (fyrir miðju).
Fréttir 28. apríl 2021

Átak verði gert í hnitsetningu landamerkja á starfssvæði BSE

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Búnaðarsamband Eyjafjarðar vill gangast fyrir átaki um hnitsetningu landamerkja á starfssvæði sínu með það að markmiði að landamerki allra bújarða innan vébanda BSE verði hnitsett fyrir árslok 2020. „Afar mikilvægt er að ekki ríki óvissa eða ágreiningur um landamerki bújarða,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi BSE á dögunum.

Landamerkjalýsingar eru til fyrir flest allar jarðir á Íslandi segir í greinargerð með tillögunni. Merkjalýsingar þessar voru að mestu leyti skráðar á síðustu tveimur áratugum 19. aldar í kjölfarið á settum lögum um landamerki nr. 5 frá árinu 1882. Landamerkjalýsingarnar sem hér er vitnað til ganga í daglegu tali almennt undir heitinu landamerkjabréf.

Má deila um hversu örugg heimildin er

Ný lög um landamerki nr. 41 tóku gildi árið 1919 og eru þau í fullu gildi. Í þeim er m.a. kveðið á um að landeiganda sé skylt að gera glöggva skrá um landamerki sé hún ekki tiltæk. Þrátt fyrir að landamerkjabréf hafi verið gerð fyrir flestar jarðir má deila um hversu glögg og örugg sú heimild er.

Í texta bréfanna er landamerkjum aðeins lýst með tilvísun í örnefni og kennileiti á jörðinni. Þrátt fyrir tilurð landmerkjabréfanna er vitneskja um rétt landamerki víða að tapast með brotthvarfi eldri kynslóða, og einnig er sú hætta fyrir hendi ef jarðir ganga kaupum og sölum.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...