Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu.
Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2015

Atli Erlendsson er Matreiðslumaður ársins

Höfundur: smh

Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu, bar sigur út býtum í úrslitakeppninni um nafnbótina Matreiðslumaður ársins sem fór fram í Hörpu í gær, en þetta er í 20. skiptið sem hún er haldin.

Annar í keppninni varð Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður í Vodafone, en hinir tveir sem kepptu til úrslita voru Axel Clausen frá Fiskmarkaðnum og Kristófer Hamilton Lord frá Lava Bláa Lóninu. Yfirdómari var Matti Jänsen frá Finnlandi.

Verkefni keppenda var að elda forrétt og aðalrétt úr úrvali hráefna beint frá bónda, upp úr óvissukörfu sem hulunni var svipt af degi fyrir keppni.

Upphaflega sendu sautján matreiðslumenn inn uppskriftir í keppnina sem haldin var með nýju sniði í ár. Tíu komust áfram í undanúrslit og elduðu uppskriftir sínar með íslenskan þorsk í aðalhlutverki fyrir dómnefnd. 

15 myndir:

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...