Átta tíu herbergja hótel á sláturhúsalóðinni í Laugarási
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þeir sem keyptu sláturhúslóðina í Laugarási af Byggðastofnun stefna að því að byggja hótel þar sem leifarnar af sláturhúsinu standa nú.
Munu lóðarhafarnir vera með bandaríska fjárfesta á bak við sig.
„Hér eru á ferð sömu aðilar og reka Alda Hótel í Reykjavík,“ segir Páll Skúlason í Laugarási í Biskupstungum á bloggsíðu sinni en þar er hann að vísa í nýtt hótel sem hefur verið kynnt með myndbandi á Youtube og stendur til að byggja.
Um er að ræða áttatíu herbergja hótel í svipuðum gæðastaðli og Hótel Rangá, með áherslu á heilsurækt og að gestir dvelji á hótelinu í nokkra daga í senn og njóti þess sem svæðið og umhverfið hefur upp á að bjóða.
„Vonir þeirra sem þarna er um að ræða, standa til þess, að rífa sláturhúsið alveg á næstunni, og ekki eru þeir margir sem munu sakna þess. Ef af þessu verður mun heldur betur glæðast líf í Laugarási, því hótel kallar á ýmislegt annað,“ segir Páll.