Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjórir æskuvinir frá Kvelde í Vestfold í Noregi hafa þróað tækið EasyGrowth sem léttir lífið fyrir bændur og er mælistöð fyrir hita- og rakastig í jarðvegi og í lofti.
Fjórir æskuvinir frá Kvelde í Vestfold í Noregi hafa þróað tækið EasyGrowth sem léttir lífið fyrir bændur og er mælistöð fyrir hita- og rakastig í jarðvegi og í lofti.
Fréttir 31. janúar 2020

Auka uppskeru og minnka matarsóun

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Fjórir æskuvinir frá Kvelde í Vestfold í Noregi höfðu áform um að gera veruleikann einfaldari og tryggari fyrir bændur og byrjuðu að hanna mælistöðvar með hitastigs- og rakaskynjurum í. Sjá félagarnir fyrir sér að í gegnum EasyGrowth-verkefnið styrki það ákvarðanatöku bóndans og skapi aukið virði.

„Við höfum allir reynslu af þeim áskorunum sem landbúnaðurinn hefur upp á að bjóða og með okkar upplifunum sjáum við möguleikana á því að nútímavæða og gera dagana einfaldari á sveitabænum. Okkar markmið er að leggja til okkar reynslu og kunnáttu til að gera landbúnað stafrænni og um leið auka uppskeru og minnka matarsóun á sjálfbæran hátt með því að nota tæknina á vaxtartíma og við geymslu afurða,“ útskýrir Hans Petter Bye Stien, framkvæmdastjóri EasyGrowth, en á síðasta ári tóku tíu bændur í Noregi, sem stunda ólíka ræktun, þátt í prófunum á tækinu sem reyndist vel.
Sparar kostnað

EasyGrowth G1-tækið mælir fjögur viðföng, lofthita, raka í andrúmslofti, hita í jarðvegi og raka í jarðvegi og er kjörið fyrir garðyrkjubændur og eins til dæmis á golfvelli.

„Tækið gefur bóndanum upplýsingar um vaxtarskilyrði plantna svo hann geti þá stýrt vextinum betur eftir þörfum í gegnum tölvuforrit. Þá getur bóndinn einnig sett upp gildismörk sem byggja á tegund jarðvegs og uppskeru og kerfið sendir skilaboð ef einhverjar mælingar eru fyrir utan mörkin. Hátt hitastig og mikill raki eykur möguleika á sjúkdómum, eins og til dæmis í kartöflum, en með upplýsingum úr kerfinu er hægt að stýra fjölda skipta sem sprautað er sem dæmi og sparar án efa aukakostnað við það,“ segir Hans Petter.

Einn af bændunum sem prófaði EasyGrowth-kerfið hjá sér í fyrra var Kristian Bjerke sem hefur mikla trú á því. „Kerfið hjálpar manni við að sjá hvenær er orðið nógu hlýtt úti til að sá og með því að gera það á réttum tíma getur það dregið úr notkun á varnarefnum. Einnig ef sáð er of snemma getur það skaðað plönturnar ef hitastig er ekki orðið nógu hátt svo þetta er mikilvægt. Þetta eykur einnig eftirlit bóndans til muna og getur minnkað líkur á tapi við uppskerubrest með því að hafa verkfæri fyrir vökvun og varnarefni sem hægt er að nota á hárréttu augnabliki. Kerfið getur líka hjálpað bændum við að sjá hvenær jarðvegurinn er kjörinn til uppskeru. Þannig að kostirnir eru margir og mér fannst þetta virka vel hjá mér. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...