Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Frá undirritun samningsins, Jakob Björgvin bæjarstjóri, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Hermann Jónasson, forstjóri HMS.
Frá undirritun samningsins, Jakob Björgvin bæjarstjóri, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Hermann Jónasson, forstjóri HMS.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. júlí 2024

Aukið framboð íbúðahúsnæðis

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var undirritað samkomulag á milli ríkisins, Sveitarfélagsins Stykkishólms og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um aukið framboð íbúðarhúsnæðis á tímabilinu 2024–2029.

Auk þess verður uppbygging fjármögnuð á hagkvæmum íbúðum og félagslegu húsnæði í Stykkishólmi. Samkomulagið byggir á rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aðgerðir í húsnæðismálum, sem gerður var sumarið 2022

Viðráðanlegur húsnæðiskostnaður og 60 nýjar íbúðir byggðar

Stykkishólmur er ört vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum hefur verið að fjölga jafnt og þétt á síðustu árum. „Því fagna ég sérstaklega undirritun þessa samkomulags sem miðar að því að skapa skilyrði til nauðsynlegrar uppbyggingar til að koma til móts við vaxandi íbúafjölda og áhuga fólks á að flytja til okkar. Með undirritun samkomulagsins er sveitarfélagið einnig að sýna í verki að það vill vera leiðandi þátttakandi í sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga um að stórauka framboð fjölbreyttra íbúðakosta til að mæta nauðsynlegri íbúðaþörf, ekki síst til að allir hafi aðgengi að öruggu og góðu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.

Markmið samkomulagsins við Stykkishólm er að byggðar verði um 60 íbúðir í sveitarfélaginu á næstu fimm árum í samræmi við metna þörf samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Þar af er gert ráð fyrir 18 hagkvæmum íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og fimm félagslegum íbúðum. Áformin eru í samræmi við endurskoðun á húsnæðisáætlun Stykkishólms, sem gerir ráð fyrir að íbúum sveitarfélagsins muni fjölga um rúmlega 100 á næstu árum. Sveitarfélagið mun leitast við að tryggja nægjanlegt framboð byggingarhæfra lóða í samræmi við samkomulagið og stefnir að því að úthluta byggingarhæfum lóðum fyrir 44 íbúðir í ár.

Ráðherra fagnar

„Það var sérstaklega gleðilegt að undirrita þennan samning við Stykkishólm,
en þörfin fyrir uppbyggingu húsnæðis er brýn um allt land. Ég fagna því sérstaklega að tæplega þriðjungur þeirra íbúða sem hér um ræðir verði hagkvæmar íbúðir með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...