Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Aukið virði framleiðslunnar
Fréttir 6. júní 2024

Aukið virði framleiðslunnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í nýlegum gögnum Hagstofu Íslands er áætlað að heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins á Íslandi hafi aukist um átta prósent á milli áranna 2022 og 2023, sem rakið er til hærra afurðaverðs.

Heildarframleiðsluvirðið er áætlað 89 milljarðar króna fyrir síðasta ár, var 82 milljarðar árið 2022 en 72 milljarðar árið 2021. Áætlunin byggir á lokaúttekt á afkomu búgreina fyrir árið 2022 og fyrirliggjandi upplýsingum um magn- og verðbreytingar á landbúnaðarvörum á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að um 65 prósent framleiðsluvirðisins teljist til búfjárræktar en um 27 prósent til nytjaplönturæktar.

Í uppgjöri Hagstofunnar er áætlað að aðfangakostnaður fyrir síðasta ár hafi verið 56 milljarðar króna, árið þar á undan nam hann 54 milljörðum króna en þá varð mikil aukning, eða 16 prósent, frá 2021 vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...