Aukin bandvídd á Vestfjörðum
Nýr bylgjulengdarbúnaður á stofnneti Mílu á Vestfjörðum styður nú við aukna bandvídd á svæðinu.
„Þessi uppfærsla tryggir að Míla geti annað bandvíddareftirspurn á svæðinu næstu áratugi og opnar á frekari aukningu með auðveldum hætti,“ er haft eftir Daða Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra tæknisviðs Mílu, í tilkynningu.
„Það er gaman að sjá 30 ára ljósleiðaraþræði fá endurnýjun lífdaga með 200 gígabita uppfærslu með nýrri bylgjulengdartækni. Vestfirðir fá þarna góða innspýtingu af bandvídd sem kemur til með að nýtast íbúum, stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu. Við eigum svo inni að bæta við fleiri bylgjum til að auka bandvídd enn frekar.“