Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændablaðið sent um gervitungl til sjómanna
Fréttir 23. júlí 2018

Bændablaðið sent um gervitungl til sjómanna

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Fyrir skömmu var haft samband við ritstjórn Bændablaðsins frá fjarskiptafyrirtækinu Símanum. Erindið var að biðja um leyfi til þess að dreifa stafrænni útgáfu af Bændablaðinu um gervitungl svo íslenski fiskiskipaflotinn geti nálgast málgagn bænda.

Að sögn Þrastar Ármannssonar hjá Símanum höfðu borist óskir frá sjómönnum um að fyrirtækið tæki að sér dreifinguna.

„Þar sem við rekum fjarskiptasamband fyrir íslenska skipaflotann um gervitungl þá hafa borist til okkar óskir hvort við gætum miðlað Bændablaðinu til sjómanna. Um borð í skipunum rekum við upplýsingaveitu sem kallast Sjó-varp en þar geta menn nálgast sjónvarp, útvarp, dagblöð og annað efni af netþjóni sem er staðsettur um borð í skipinu,“ segir Þröstur, sem kveður gervitunglasambönd ekki ódýr og bandvídd takmarkaðri en það sem við þekkjum í landi. „Þess vegna nýtum við þessa tækni að varpa gögnum út þar sem þúsundir sjómanna hafa aðgang að þeim án þess að þurfa að hlaða gögnunum hver og einn yfir gervitunglasamband skipsins.“

Þess má geta að um nokkurt skeið hefur Bændablaðið flutt fréttir og miðlað fróðleik um sjávarútveg. Pistlahöfundarnir Kjartan Stefánsson og Guðjón Einarsson skrifa reglulega í blaðið en báðir störfuðu þeir um árabil á Fiskifréttum og eru því vel kynntir innan sjómannastéttarinnar.

Blaðið ferðast 70 þúsund kílómetra

Þjónustan er nú þegar komin upp svo sæfarendur eru vel upplýstir um líf og störf í sveitum landsins. Þröstur segir að vegalengdin sem Bændablaðið ferðist sé umtalsverð. „Til að setja fjarlægðir í samhengi þá er gervitunglið í um 35.000 km fjarlægð frá jörðinni, gögnin eru send þangað upp frá jarðstöðinni Skyggni við Úlfarsfell og svo frá tunglinu svo niður í búnað skipanna – eða samtals 70.000 km!“

Skylt efni: Bændablaðið | miðin | sjómenn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...