Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands verður á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars,
Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands verður á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars,
Fréttir 2. mars 2022

Bændahátíð í hjarta höfuðborgarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands er nú haldið í fyrsta sinn á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars, þar sem bændur allra búgreina koma saman til þings um málefni íslensks landbúnaðar undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Setningarathöfn verður klukkan 11:00 fimmtudaginn 3. mars þar sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis flytja erindi.

  • Búgreinaþing allra búgreina í landbúnaði haldið í fyrsta sinn, 3. og 4. mars
  • Rúmlega 200 bændur allsstaðar að af landinu koma saman í Reykjavík
  • Málefni íslensks landbúnaðar, stefnumörkun og framtíðarsýn til umfjöllunar
  • Fyrirtæki í landbúnaði kynna vörur sínar og þjónustu

Eftir sameiningu búgreinafélaganna og Bændasamtaka Íslands síðastliðið sumar, mynda félögin nú deildir innan samtakanna sem starfa í breyttu félagskerfi bænda. Markmið sameiningarinnar var aukin skilvirkni félagskerfis bænda og efling hagsmunagæslu í landbúnaði. Rúmlega 200 bændur allsstaðar að af landinu og úr öllum búgreinum koma saman á þinginu þar sem helstu málefni íslensks landbúnaðar, stefnumörkun og framtíðarsýn verða rædd. Þar að auki kynna fyrirtæki í landbúnaði vörur sínar og þjónustu og því sannkölluð bændahátíð í hjarta höfuðborgarinnar.

Tækifæri í íslenskum landbúnaði

„Á nýju starfsári verður áfram unnið að eflingu í starfi Bændasamtakanna. Margt hefur áunnist á síðustu mánuðum og önnur og veigamikil verkefni eru framundan. Við þurfum að tryggja fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar, efla afkomu bænda og taka þátt af fullum krafti í loftlags- og umhverfismálum. Við þurfum einnig að tryggja sérþekkingu og virði, að til staðar séu aðilar með sérþekkingu á starfsumhverfi landbúnaðar og að afurðir séu í takt við óskir neytenda. Það er afar mikilvægt að þeir sem starfa við, eða í tengslum við landbúnað tileinki sér þá hugsun sem býr að baki því að standa vörð um frumframleiðslu íslenskra landbúnaðarafurða og líti á það sem tækifæri fyrir atvinnugreinina til þess að ná enn frekari árangri fyrir landbúnaðinn í heild sinni.“

Frekari upplýsingar veitir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, samskiptastjóra Bændasamtakanna á ehg@bondi.is eða í síma 694-4420.

Skylt efni: Búgreinaþing

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...