Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands verður á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars,
Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands verður á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars,
Fréttir 2. mars 2022

Bændahátíð í hjarta höfuðborgarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands er nú haldið í fyrsta sinn á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars, þar sem bændur allra búgreina koma saman til þings um málefni íslensks landbúnaðar undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Setningarathöfn verður klukkan 11:00 fimmtudaginn 3. mars þar sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis flytja erindi.

  • Búgreinaþing allra búgreina í landbúnaði haldið í fyrsta sinn, 3. og 4. mars
  • Rúmlega 200 bændur allsstaðar að af landinu koma saman í Reykjavík
  • Málefni íslensks landbúnaðar, stefnumörkun og framtíðarsýn til umfjöllunar
  • Fyrirtæki í landbúnaði kynna vörur sínar og þjónustu

Eftir sameiningu búgreinafélaganna og Bændasamtaka Íslands síðastliðið sumar, mynda félögin nú deildir innan samtakanna sem starfa í breyttu félagskerfi bænda. Markmið sameiningarinnar var aukin skilvirkni félagskerfis bænda og efling hagsmunagæslu í landbúnaði. Rúmlega 200 bændur allsstaðar að af landinu og úr öllum búgreinum koma saman á þinginu þar sem helstu málefni íslensks landbúnaðar, stefnumörkun og framtíðarsýn verða rædd. Þar að auki kynna fyrirtæki í landbúnaði vörur sínar og þjónustu og því sannkölluð bændahátíð í hjarta höfuðborgarinnar.

Tækifæri í íslenskum landbúnaði

„Á nýju starfsári verður áfram unnið að eflingu í starfi Bændasamtakanna. Margt hefur áunnist á síðustu mánuðum og önnur og veigamikil verkefni eru framundan. Við þurfum að tryggja fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar, efla afkomu bænda og taka þátt af fullum krafti í loftlags- og umhverfismálum. Við þurfum einnig að tryggja sérþekkingu og virði, að til staðar séu aðilar með sérþekkingu á starfsumhverfi landbúnaðar og að afurðir séu í takt við óskir neytenda. Það er afar mikilvægt að þeir sem starfa við, eða í tengslum við landbúnað tileinki sér þá hugsun sem býr að baki því að standa vörð um frumframleiðslu íslenskra landbúnaðarafurða og líti á það sem tækifæri fyrir atvinnugreinina til þess að ná enn frekari árangri fyrir landbúnaðinn í heild sinni.“

Frekari upplýsingar veitir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, samskiptastjóra Bændasamtakanna á ehg@bondi.is eða í síma 694-4420.

Skylt efni: Búgreinaþing

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...