Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir í Hafrafellstungu.
Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir í Hafrafellstungu.
Mynd / Berglin Ýr Ingvarsdóttir
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í Norður- Þingeyjarsýslu. Upphefðin var veitt af búnaðarsambandi sýslunnar.

Frá þessu er greint á vef Loftslagsvæns landbúnaðar, en Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki Fannar Karlsson í Hafrafellstungu hafa verið þátttakendur í verkefninu síðan 2021. Þau reka sex hundruð og fimmtíu kinda sauðfjárbú og hafa unnið að því að auka afurðir samhliða því að bæta nýtingu tilbúins og lífræns áburðar og minnka olíunotkun.

Í umsögn Einars Ófeigs Björnssonar, formanns búnaðarsambandsins, segir að Hafrafellstunga sé fyrirmyndarbú.

Meðalþyngd sláturlamba hafi verið góð, með mikil kjötgæði og hæfilega fitu ásamt því sem þau hafi selt talsvert af líflömbum. Einar bendir einnig á að Eyrún Ösp og Bjarki Fannar hafi lagt mikinn metnað í innleiðingu arfgerða sem veiti vernd gegn riðu í sauðfé ásamt því að standa fyrir sýnatöku á arfgerðum í eigin hjörð.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...