Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Bændablaðið mun enn verða fáanlegt um allt land. Listi yfir dreifingarstaði blaðsins má nálgast hér á vefnum.
Bændablaðið mun enn verða fáanlegt um allt land. Listi yfir dreifingarstaði blaðsins má nálgast hér á vefnum.
Mynd / ghp
Fréttir 11. janúar 2024

Bændur fá áfram Bændablaðið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nokkur breyting hefur nú orðið á dreifingu Bændablaðsins vegna skertrar póstþjónustu.

Frá stofnun Bændablaðsins hefur það verið borið út til allra bænda landsins í gegnum fjöldreifingu þar sem pósturinn fer ómerktur á lögbýli.
Íslandspóstur tilkynnti undir lok síðasta árs að þjónustu við fjöldreifingu á landsbyggðinni yrði hætt nú um síðustu áramót. Enginn sinnir því slíkri dreifingu eins og sakir standa.

Félagsmenn fá heimsent blað

Íslandspóstur hækkaði enn fremur verulega verðskrá sína á þeirri þjónustu sem fyrirtækið sinnir, þ.e. dreifingu á skráðum sendingum og almennum bréfpósti. Beindi fyrirtækið þjónustu sinni við dreifingu Bændablaðsins í þá átt sem hefði þýtt yfir 260% hækkun á kostnað við dreifingu á einu bretti. Ljóst var að Bændablaðið gat ekki staðið undir slíkum kostnaðarauka.

Við viljum leggja upp með að skerða ekki aðgengi bænda að Bændablaðinu og munum því halda áfram að senda blaðið til félagsmanna Bændasamtaka Íslands. Fá bændur því blaðið heimsent á sín lögbýli.

Aukið upplag á stórum dreifingarstöðum

Að öðru leyti mun upplag blaðsins verða aukið á stórum dreifingarstöðum hringinn í kringum landið og á blaðið því að vera aðgengilegt frítt í öllum þéttbýliskjörnum landsins, í stórverslunum, sundlaugum, bensínsstöðvum og tilteknum verslunum og veitingastöðum eftir því sem við á. Listi yfir dreifingarstaði Bændablaðsins má nálgast hér á vefnum okkar og þiggjum við allar ábendingar og tillögur um bætta dreifingu.

Áskrift á viðráðanlegu verði

Þeir sem vilja fá blaðið heimsent geta alltaf skráð sig í áskrift hjá okkur og borgað fyrir sendingargjaldið. Árgjald áskriftar árið 2024 er 17.500 kr. en 13.900 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja. Hægt er að gerast áskrifandi gegnum með því að smella hér eða með því að hringja til okkar í s. 563-0300. Þeim sem þykir ekki verra að lesa blöð á vefnum er bent á að PDF-áskrift Bændablaðsins er gjaldfrjáls, en hægt er að skrá sig í áskrift á forsíðu Bændablaðsvefsins. Áskrifendur fá þá póst um leið og blaðið kemur út.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.