Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Það er ýmislegt sýslað í Húnaþingi. Hér eru f.v.: Bjarni Kristinsson, bóndi á Bjarnastöðum, Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki og Pálmi Ellertsson, bóndi á Bjarnastöðum, í glænýjum svuntum frá fyrirtækinu Lagði á Hólabaki.
Það er ýmislegt sýslað í Húnaþingi. Hér eru f.v.: Bjarni Kristinsson, bóndi á Bjarnastöðum, Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki og Pálmi Ellertsson, bóndi á Bjarnastöðum, í glænýjum svuntum frá fyrirtækinu Lagði á Hólabaki.
Mynd / Mynd / EA
Fréttir 11. desember 2015

Bændur skarta svuntum frá Hólabaki

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Elín Aradóttir rekur textílfyrirtæki á bænum Hólabaki í Húnavatnshreppi undir vörumerkinu Lagður. Svuntur eru nýjasta afurðin, en þær fóru í dreifingu í lok nóvember.
 
„Við hófum nú nýverið sölu á nýjum gerðum af svuntum og fengum bændur úr nágrenninu til að sitja fyrir í svuntunum. Ég var ansi ánægð með útkomuna,“ segir Elín Aradóttir. Hún segir að bændum í Húnaþingi sé ýmislegt til lista lagt. Það hafi bara verið eins og þeir hefðu aldrei gert annað, karlarnir, en að vera fyrirsætur.
 
Elín segir að hún hafi byrjað á þessum rekstri ásamt manni sínum, Ingvari Björnssyni, árið 2011 þegar þau bjuggu á Akureyri. Síðan fluttu þau að Hólabaki fyrir rúmum tveim árum þar sem þau reka nú kúabú í samstarfi við foreldra Ingvars, Björn Magnússon og Aðalheiði Ingvarsdóttur. Búið er með á fjórða tug kúa en Elín segist lítið koma nálægt því þar sem vinna við textílfyrirtækið sé nú hennar aðalstarf. 
 
Nýta gamalt fjós fyrir textílvinnslu
 
„Hér á bænum var vannýtt gömul bygging, eða gamla fjósið sem nýtt hafði verið sem geymsla. Við tókum það í gegn fyrir þessa starfsemi.  Til þessa hef ég fyrst og fremst verið að selja púðaver og læt ég þá prenta fyrir mig á efni ljósmyndir úr náttúru Íslands. Núna er ég að bæta við mig með þessum svuntum og fleiru.“ 
 
Elín segir að starfsemin fari vaxandi. Við höfum einnig verið að prófa okkur áfram með lítils háttar verslunarrekstur hér heima á bæ. Við héldum jólamarkað í fyrra og síðan aftur núna síðustu helgina í nóvember. Um 140 gestir sóttu markaðinn í ár og vorum við mjög ánægð með aðsóknina.“ 
 
Nýtir saumastofur í héraði
 
„Ég er með allan saumaskapinn í undirverktöku, en pökkun, lagerhald og dreifing er hér heima. Við erum svo heppin að vera með tvær saumastofur hér í héraði sem sauma mest af þessu. Það er saumastofan Þing hér í sveitinni og saumastofan Íris á Skagaströnd. Síðan er saumastofan Una á Akureyri líka að vinna fyrir okkur og það er fullt að gera.“
 
Hún segir að nú sé jólavertíðin komin á fullt, en salan sé þó einna drýgst í ferðamannaverslunum yfir hásumarið. Hún segist taka eitthvað af myndunum sjálf sem prentaðar eru á efnið, en meirihlutinn sé eftir áhugaljósmyndara sem hún hefur gert afnotasamninga við.

6 myndir:

Skylt efni: handverk

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...