Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Það er ýmislegt sýslað í Húnaþingi. Hér eru f.v.: Bjarni Kristinsson, bóndi á Bjarnastöðum, Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki og Pálmi Ellertsson, bóndi á Bjarnastöðum, í glænýjum svuntum frá fyrirtækinu Lagði á Hólabaki.
Það er ýmislegt sýslað í Húnaþingi. Hér eru f.v.: Bjarni Kristinsson, bóndi á Bjarnastöðum, Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki og Pálmi Ellertsson, bóndi á Bjarnastöðum, í glænýjum svuntum frá fyrirtækinu Lagði á Hólabaki.
Mynd / Mynd / EA
Fréttir 11. desember 2015

Bændur skarta svuntum frá Hólabaki

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Elín Aradóttir rekur textílfyrirtæki á bænum Hólabaki í Húnavatnshreppi undir vörumerkinu Lagður. Svuntur eru nýjasta afurðin, en þær fóru í dreifingu í lok nóvember.
 
„Við hófum nú nýverið sölu á nýjum gerðum af svuntum og fengum bændur úr nágrenninu til að sitja fyrir í svuntunum. Ég var ansi ánægð með útkomuna,“ segir Elín Aradóttir. Hún segir að bændum í Húnaþingi sé ýmislegt til lista lagt. Það hafi bara verið eins og þeir hefðu aldrei gert annað, karlarnir, en að vera fyrirsætur.
 
Elín segir að hún hafi byrjað á þessum rekstri ásamt manni sínum, Ingvari Björnssyni, árið 2011 þegar þau bjuggu á Akureyri. Síðan fluttu þau að Hólabaki fyrir rúmum tveim árum þar sem þau reka nú kúabú í samstarfi við foreldra Ingvars, Björn Magnússon og Aðalheiði Ingvarsdóttur. Búið er með á fjórða tug kúa en Elín segist lítið koma nálægt því þar sem vinna við textílfyrirtækið sé nú hennar aðalstarf. 
 
Nýta gamalt fjós fyrir textílvinnslu
 
„Hér á bænum var vannýtt gömul bygging, eða gamla fjósið sem nýtt hafði verið sem geymsla. Við tókum það í gegn fyrir þessa starfsemi.  Til þessa hef ég fyrst og fremst verið að selja púðaver og læt ég þá prenta fyrir mig á efni ljósmyndir úr náttúru Íslands. Núna er ég að bæta við mig með þessum svuntum og fleiru.“ 
 
Elín segir að starfsemin fari vaxandi. Við höfum einnig verið að prófa okkur áfram með lítils háttar verslunarrekstur hér heima á bæ. Við héldum jólamarkað í fyrra og síðan aftur núna síðustu helgina í nóvember. Um 140 gestir sóttu markaðinn í ár og vorum við mjög ánægð með aðsóknina.“ 
 
Nýtir saumastofur í héraði
 
„Ég er með allan saumaskapinn í undirverktöku, en pökkun, lagerhald og dreifing er hér heima. Við erum svo heppin að vera með tvær saumastofur hér í héraði sem sauma mest af þessu. Það er saumastofan Þing hér í sveitinni og saumastofan Íris á Skagaströnd. Síðan er saumastofan Una á Akureyri líka að vinna fyrir okkur og það er fullt að gera.“
 
Hún segir að nú sé jólavertíðin komin á fullt, en salan sé þó einna drýgst í ferðamannaverslunum yfir hásumarið. Hún segist taka eitthvað af myndunum sjálf sem prentaðar eru á efnið, en meirihlutinn sé eftir áhugaljósmyndara sem hún hefur gert afnotasamninga við.

6 myndir:

Skylt efni: handverk

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...