Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Það er ýmislegt sýslað í Húnaþingi. Hér eru f.v.: Bjarni Kristinsson, bóndi á Bjarnastöðum, Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki og Pálmi Ellertsson, bóndi á Bjarnastöðum, í glænýjum svuntum frá fyrirtækinu Lagði á Hólabaki.
Það er ýmislegt sýslað í Húnaþingi. Hér eru f.v.: Bjarni Kristinsson, bóndi á Bjarnastöðum, Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki og Pálmi Ellertsson, bóndi á Bjarnastöðum, í glænýjum svuntum frá fyrirtækinu Lagði á Hólabaki.
Mynd / Mynd / EA
Fréttir 11. desember 2015

Bændur skarta svuntum frá Hólabaki

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Elín Aradóttir rekur textílfyrirtæki á bænum Hólabaki í Húnavatnshreppi undir vörumerkinu Lagður. Svuntur eru nýjasta afurðin, en þær fóru í dreifingu í lok nóvember.
 
„Við hófum nú nýverið sölu á nýjum gerðum af svuntum og fengum bændur úr nágrenninu til að sitja fyrir í svuntunum. Ég var ansi ánægð með útkomuna,“ segir Elín Aradóttir. Hún segir að bændum í Húnaþingi sé ýmislegt til lista lagt. Það hafi bara verið eins og þeir hefðu aldrei gert annað, karlarnir, en að vera fyrirsætur.
 
Elín segir að hún hafi byrjað á þessum rekstri ásamt manni sínum, Ingvari Björnssyni, árið 2011 þegar þau bjuggu á Akureyri. Síðan fluttu þau að Hólabaki fyrir rúmum tveim árum þar sem þau reka nú kúabú í samstarfi við foreldra Ingvars, Björn Magnússon og Aðalheiði Ingvarsdóttur. Búið er með á fjórða tug kúa en Elín segist lítið koma nálægt því þar sem vinna við textílfyrirtækið sé nú hennar aðalstarf. 
 
Nýta gamalt fjós fyrir textílvinnslu
 
„Hér á bænum var vannýtt gömul bygging, eða gamla fjósið sem nýtt hafði verið sem geymsla. Við tókum það í gegn fyrir þessa starfsemi.  Til þessa hef ég fyrst og fremst verið að selja púðaver og læt ég þá prenta fyrir mig á efni ljósmyndir úr náttúru Íslands. Núna er ég að bæta við mig með þessum svuntum og fleiru.“ 
 
Elín segir að starfsemin fari vaxandi. Við höfum einnig verið að prófa okkur áfram með lítils háttar verslunarrekstur hér heima á bæ. Við héldum jólamarkað í fyrra og síðan aftur núna síðustu helgina í nóvember. Um 140 gestir sóttu markaðinn í ár og vorum við mjög ánægð með aðsóknina.“ 
 
Nýtir saumastofur í héraði
 
„Ég er með allan saumaskapinn í undirverktöku, en pökkun, lagerhald og dreifing er hér heima. Við erum svo heppin að vera með tvær saumastofur hér í héraði sem sauma mest af þessu. Það er saumastofan Þing hér í sveitinni og saumastofan Íris á Skagaströnd. Síðan er saumastofan Una á Akureyri líka að vinna fyrir okkur og það er fullt að gera.“
 
Hún segir að nú sé jólavertíðin komin á fullt, en salan sé þó einna drýgst í ferðamannaverslunum yfir hásumarið. Hún segist taka eitthvað af myndunum sjálf sem prentaðar eru á efnið, en meirihlutinn sé eftir áhugaljósmyndara sem hún hefur gert afnotasamninga við.

6 myndir:

Skylt efni: handverk

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...