Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændur taki þátt í mótun framtíðarsýnar RML
Fréttir 15. september 2016

Bændur taki þátt í mótun framtíðarsýnar RML

Höfundur: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
RML hvetur bændur til að taka þátt í að marka framtíðarsýn RML. Núna í vikunni opnaðist könnun inni á Bændatorginu fyrir bændur að taka þátt í. 
 
Þessi könnun er liður í stefnumótunarvinnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem hófst með umræðum inni á Búnaðarþingi í vor. RML er, eins og bændur vita, í eigu þeirra sjálfra sem dótturfélag Bændasamtaka Íslands.
 
Núna eru liðin rúm þrjú ár síðan RML varð til með sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambandanna um allt land og Bændasamtaka Íslands. Við stofnun voru sett fram markmið fyrirtækisins og ákveðið skipurit sem unnið hefur verið eftir allar götur síðan. Forsöguna og markmiðin er hægt að kynna sér á heimasíðu RML (www.rml.is). 
 
Síðasta vetur ákvað stjórn RML að tímabært væri að fara yfir þetta skipulag og vinna markvissa stefnumótun fyrirtækisins til að tryggja að starfsemin sé í samræmi við óskir og kröfur bænda til fyrirtækisins og ráðgjafar í landbúnaði. Fyrsta skrefið í stefnumótuninni var að leggja fyrir búnaðarþing spurningar og umræðupunkta sem unnið var með í öllum nefndum þingsins. Þar á eftir var unnið með sambærilegar spurningar og umræðupunkta inni á starfsdögum RML þar sem allir starfsmenn tóku þátt. Í bæði skiptin var unnið með kosti og galla starfseminnar eins og hún er núna og reynt að ná fram framtíðarsýn bæði bænda og starfsfólks RML. 
 
Næsta skref í þessari vinnu er í framkvæmd núna en það er spurningakönnun sem lögð er fyrir bændur, allir bændur sem eru með aðgang að Bændatorginu hafa möguleika á að taka þátt og þar með að taka þátt í stefnumótun RML. Það tekur ekki langan tíma að svara og hvetjum við því alla til að gefa sér smá stund, fara inn á bændatorgið og svara könnuninni. 
 
Niðurstöðurnar er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda og munu niðurstöðurnar svo nýtast áfram inn í stefnumótunarvinnu stjórnar RML í haust og vetur. Látið rödd ykkar heyrast, takið þátt.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...