Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændur taki þátt í mótun framtíðarsýnar RML
Fréttir 15. september 2016

Bændur taki þátt í mótun framtíðarsýnar RML

Höfundur: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
RML hvetur bændur til að taka þátt í að marka framtíðarsýn RML. Núna í vikunni opnaðist könnun inni á Bændatorginu fyrir bændur að taka þátt í. 
 
Þessi könnun er liður í stefnumótunarvinnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem hófst með umræðum inni á Búnaðarþingi í vor. RML er, eins og bændur vita, í eigu þeirra sjálfra sem dótturfélag Bændasamtaka Íslands.
 
Núna eru liðin rúm þrjú ár síðan RML varð til með sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambandanna um allt land og Bændasamtaka Íslands. Við stofnun voru sett fram markmið fyrirtækisins og ákveðið skipurit sem unnið hefur verið eftir allar götur síðan. Forsöguna og markmiðin er hægt að kynna sér á heimasíðu RML (www.rml.is). 
 
Síðasta vetur ákvað stjórn RML að tímabært væri að fara yfir þetta skipulag og vinna markvissa stefnumótun fyrirtækisins til að tryggja að starfsemin sé í samræmi við óskir og kröfur bænda til fyrirtækisins og ráðgjafar í landbúnaði. Fyrsta skrefið í stefnumótuninni var að leggja fyrir búnaðarþing spurningar og umræðupunkta sem unnið var með í öllum nefndum þingsins. Þar á eftir var unnið með sambærilegar spurningar og umræðupunkta inni á starfsdögum RML þar sem allir starfsmenn tóku þátt. Í bæði skiptin var unnið með kosti og galla starfseminnar eins og hún er núna og reynt að ná fram framtíðarsýn bæði bænda og starfsfólks RML. 
 
Næsta skref í þessari vinnu er í framkvæmd núna en það er spurningakönnun sem lögð er fyrir bændur, allir bændur sem eru með aðgang að Bændatorginu hafa möguleika á að taka þátt og þar með að taka þátt í stefnumótun RML. Það tekur ekki langan tíma að svara og hvetjum við því alla til að gefa sér smá stund, fara inn á bændatorgið og svara könnuninni. 
 
Niðurstöðurnar er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda og munu niðurstöðurnar svo nýtast áfram inn í stefnumótunarvinnu stjórnar RML í haust og vetur. Látið rödd ykkar heyrast, takið þátt.
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...