Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forgotten Fruits, eða Fruits Oubliés, er hópur sem berst fyrir lögleiðingu bandarísku þrúgnanna.
Forgotten Fruits, eða Fruits Oubliés, er hópur sem berst fyrir lögleiðingu bandarísku þrúgnanna.
Fréttir 22. september 2021

Bandarískur vínberjastofn vekur mikla ólgu yfirvalda

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Franska ríkisstjórnin hefur í tæp 90 ár unnið að útrýmingu a.m.k. sex bandarískra vínviðartegunda úr frönskum jarðvegi. Haldið er fram slæmum áhrifum á bæði líkamlega og andlega heilsu manna, auk þess að úr þeim sé einungis hægt að framleiða ódrekkandi vín.

Vínviður þessi sem er blendingur („afkvæmi“ tveggja mismunandi vínberjategunda) er þó harðgerðari en ella og hefur staðið af sér bæði sjúkdóma og kuldaköst sem herjað hafa á vínberjaakra Frakklands síðastliðin ár.

Í Suður-Frakklandi má til dæmis finna slíkan akur sem látinn hefur verið í friði og blómstrað af afli í gegnum tíðina, þó blendingstegundin sem slík hafi verið bönnuð af frönskum yfirvöldum síðan 1934. Og það sem meira er, hann er ræktarlegur og fínn þó ekki hafi hann verið úðaður eiturefnum sem franskir vínbændur eru gjarnir á að nota á akra sína. Áhugavert er að vínekrur Frakka þekja yfir 4% af landsvæði landsins og nota 15% eiturefna sér til varnar.

Til er hópur sem kallar sig Forgotten Fruits og berst fyrir lögleiðingu bandarísku þrúgnanna. Þeir benda réttilega á að þessir óvinsælu vínviðir tryggja ríkulega uppskeru, án áburðar eða sérstakrar meðferðar, og því tilvaldir til vinnslu lífrænna víntegunda. Hefur barátta Forgotten Fruits vakið mikla athygli og standa nú yfir viðræður við frönsk stjórnvöld með það fyrir augum að lögleiða blendingsvínviðinn svo hægt sé að tryggja góða afkomu og miða að lífrænni og bragðgóðri framleiðslu.

Skylt efni: Frakkland | Vínviður | Vín

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...