Banna lausagöngu á Brekknaheiði
Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur formlega farið fram á að Vegagerðin girði með fram veginum yfir Brekknaheiði samhliða lagningu nýs vegar yfir hluta heiðarinnar.
Vegagerðin setti sem skilyrði fyrir þátttöku í kostnaði sem af þessu hlytist að Langanesbyggð bannaði lausagöngu búfjár á friðuðu svæði við veginn yfir Brekknaheiði. Ætlar sveitarstjórn að verða við þessum óskum og banna lausagöngu búfjár og friða svæði með fram veginum frá gatnamótum að Þórshöfn og að bænum Felli í Finnafirði. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá 11. maí sl.