Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Fréttir 6. apríl 2018

BASF kaupir matjurtafræja- og efnaframleiðsludeild Bayer

Höfundur: Vilmundur Hansen
BASF, sem er þriðja stærsta fyrirtæki í heimi, þegar kemur að erfðabreytingu og framleiðslu á efnum sem notuð eru til matvælaframleiðslu, eykur hlut sinn í sölu matjurtafræja. 
 
BASF hefur fest kaup á matjurtafræja- og efna­framleiðsludeild Bayer, sem er í hópi fimm stærstu fyrirtækja í heimi í framleiðslu og sölu á matjurtafræjum og efnum sem notuð eru í landbúnaði. Frædeild Bayer, sem kallast Numhems, starfar við framleiðslu og sölu á matjurtafræjum á alþjóðamarkaði og er metin á 1,85 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir ríflega 184 milljörðum íslenskra króna. BASF hefur áður yfirtekið annars konar fræframleiðslu Bayer. 
 
Sagt er að BASF hafi greitt sjö milljarða Bandaríkjadala, tæpa 700 milljarða íslenska, í reiðufé fyrir matjurtafræjahluta- og landbúnaðarefnaframleiðslu Bayer. 
 
Með kaupunum fylgja meðal annars fræ yrki kálplantna sem seld eru í Bandaríkjunum og Evrópu og mikið notuð til framleiðslu á kanólaolíu, fræ plantna til bómullarframleiðslu í Bandaríkjunum og Evrópu og soja í Bandaríkjunum. 
 
Ástæða sölunnar er kaup Bayer á efnaframleiðslu- og fræsölufyrirtækinu Monsanto. Kaupverð Monsanto er 63,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða tæpir 6.337 milljarðar íslenskra króna. 
 
Þess má geta í þessu sambandi að ekki er langt síðan DowDuPont og ChemChina yfirtóku Syngenta. Allt eru þetta ríkjandi fyrirtæki á markaði sem framleiða og selja fræ og efni til matvælaframleiðslu, auk þess sem þau eru ríkjandi þegar kemur að rannsóknum og sölu á erfðabreytum fræjum.
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...