Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Fréttir 6. apríl 2018

BASF kaupir matjurtafræja- og efnaframleiðsludeild Bayer

Höfundur: Vilmundur Hansen
BASF, sem er þriðja stærsta fyrirtæki í heimi, þegar kemur að erfðabreytingu og framleiðslu á efnum sem notuð eru til matvælaframleiðslu, eykur hlut sinn í sölu matjurtafræja. 
 
BASF hefur fest kaup á matjurtafræja- og efna­framleiðsludeild Bayer, sem er í hópi fimm stærstu fyrirtækja í heimi í framleiðslu og sölu á matjurtafræjum og efnum sem notuð eru í landbúnaði. Frædeild Bayer, sem kallast Numhems, starfar við framleiðslu og sölu á matjurtafræjum á alþjóðamarkaði og er metin á 1,85 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir ríflega 184 milljörðum íslenskra króna. BASF hefur áður yfirtekið annars konar fræframleiðslu Bayer. 
 
Sagt er að BASF hafi greitt sjö milljarða Bandaríkjadala, tæpa 700 milljarða íslenska, í reiðufé fyrir matjurtafræjahluta- og landbúnaðarefnaframleiðslu Bayer. 
 
Með kaupunum fylgja meðal annars fræ yrki kálplantna sem seld eru í Bandaríkjunum og Evrópu og mikið notuð til framleiðslu á kanólaolíu, fræ plantna til bómullarframleiðslu í Bandaríkjunum og Evrópu og soja í Bandaríkjunum. 
 
Ástæða sölunnar er kaup Bayer á efnaframleiðslu- og fræsölufyrirtækinu Monsanto. Kaupverð Monsanto er 63,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða tæpir 6.337 milljarðar íslenskra króna. 
 
Þess má geta í þessu sambandi að ekki er langt síðan DowDuPont og ChemChina yfirtóku Syngenta. Allt eru þetta ríkjandi fyrirtæki á markaði sem framleiða og selja fræ og efni til matvælaframleiðslu, auk þess sem þau eru ríkjandi þegar kemur að rannsóknum og sölu á erfðabreytum fræjum.
Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...