Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda vonar að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfar á boðuðum verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga.
Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda vonar að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfar á boðuðum verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga.
Mynd / ghp
Fréttir 11. júlí 2022

Beðið eftir viðbrögðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðaði umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda í nýrri verðskrá sem þeir gáfu út í byrjun síðustu viku.

Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 31,4% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (34,4% miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 173 kr/kg milli ára.

Skúli Þórðarson, framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, sagði að stjórn félagsins hafi talið sig knúna til að bregðast við rekstrarvanda sauðfjárbænda.

„Stjórn félagsins ákvað að hækka verðið þannig að sauðfjárbændur yrðu ekki fyrir launalækkun.“

Sláturfélag Vopnfirðinga er meðal minnstu sláturleyfishafa landsins og voru með innan við 10% framleiðslunnar í fyrra.

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands gefið út verðskrá fyrir komandi haust. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 18,7% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (24,2% sé miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 104 kr/kg.

Aðrar afurðastöðvar hafa enn ekki gefið út afurðaverðið fyrir árið 2022 en Kjarnafæði Norðlenska gaf það út í febrúar að þeirra afurðaverð myndi hækka að lágmarki um 10%.

Vonar að aðrir fylgi í kjölfarið

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda, sagði það sérstakt fagnaðarefni að verð sé að koma fram svo tímanlega.

„Þetta er skref í rétta átt og í fljótu bragði sýnist mér að með viðbótarstuðningi ríkisins og verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga þá séum við að halda sjó milli ára. Við vonum að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfarið.“

Sjö sláturhús fyrir sauðfé kringum landið, rekin af fimm fyrirtækjum. Þrjú þeirra hafa ekki gefið upp afurðaverð sín fyrir haustið. Ágúst Andrésson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sem rekur kjötafurðastöðina á Sauðárkróki, og sláturhúsið KVH á Hvammstanga sagði að von væri á verðskrá frá fyrirtækinu.

Björn Víkingur Björnsson hjá Fjallalambi sagði að á Kópaskeri hefðu menn engar ákvarðanir tekið og engin svör fengust frá Kjarnafæði Norðlenska.

Inntur eftir frekari hækkunum í kjölfar tilkynningar Sláturfélags Vopnfirðinga sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS, að þeir muni bíða eftir að fyrir liggi verðlagning allra afurðastöðva.G

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...