Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Beiting og hámark dagsekta í dýraeftirliti
Fréttir 29. október 2015

Beiting og hámark dagsekta í dýraeftirliti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á föstudag tók gildi ný reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra. Reglugerðin byggist á lögum um velferð dýra, en Matvælastofnun hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt.

Fram kemur í lögunum að stofnuninni sé heimilt að beita dagsektum sem þvingunaraðgerð gagnvart umráðamanni dýra, brjóti hann gegn ákvæðum laganna.

Samkvæmt reglugerðinni er stofnuninni heimilt að leggja á dagsektir að hámarki 100.000 kr. á dag. Þær gilda frá þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati stofnunarinnar. Þá segir í reglugerðinni að aðila sem ákvörðun um dagsektir beinast að skuli veittur sjö daga frestur til að koma að skriflegum andmælum áður en dagsektir eru ákvarðaðar. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamanni dýra hefur bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, að mati Matvælastofnunar, innan fimm virkra daga frá ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir. Að öðrum kosti verða þær innheimtar með hefðbundnum innheimtuaðferðum.

Matvælastofnun hefur einnig heimild til að leggja á stjórnvaldssektir fyrir brot á lögum um velferð dýra. Stjórnvaldssektir eru refsing fyrir fullframið brot en dagsektir eru þvingunaraðgerð til þess að þvinga menn til að láta af ólöglegu athæfi. Umráðamenn dýra geta vænst þess að stofnunin muni beita þessari heimild til að þvinga umráðamenn dýra til uppfylla ákvæði laga um velferð dýra.

Skylt efni: Dýraeftirlit | Mast | reglugerð

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...