Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Beiting og hámark dagsekta í dýraeftirliti
Fréttir 29. október 2015

Beiting og hámark dagsekta í dýraeftirliti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á föstudag tók gildi ný reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra. Reglugerðin byggist á lögum um velferð dýra, en Matvælastofnun hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt.

Fram kemur í lögunum að stofnuninni sé heimilt að beita dagsektum sem þvingunaraðgerð gagnvart umráðamanni dýra, brjóti hann gegn ákvæðum laganna.

Samkvæmt reglugerðinni er stofnuninni heimilt að leggja á dagsektir að hámarki 100.000 kr. á dag. Þær gilda frá þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati stofnunarinnar. Þá segir í reglugerðinni að aðila sem ákvörðun um dagsektir beinast að skuli veittur sjö daga frestur til að koma að skriflegum andmælum áður en dagsektir eru ákvarðaðar. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamanni dýra hefur bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, að mati Matvælastofnunar, innan fimm virkra daga frá ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir. Að öðrum kosti verða þær innheimtar með hefðbundnum innheimtuaðferðum.

Matvælastofnun hefur einnig heimild til að leggja á stjórnvaldssektir fyrir brot á lögum um velferð dýra. Stjórnvaldssektir eru refsing fyrir fullframið brot en dagsektir eru þvingunaraðgerð til þess að þvinga menn til að láta af ólöglegu athæfi. Umráðamenn dýra geta vænst þess að stofnunin muni beita þessari heimild til að þvinga umráðamenn dýra til uppfylla ákvæði laga um velferð dýra.

Skylt efni: Dýraeftirlit | Mast | reglugerð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...