Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Í heild sinni skilaði garðyrkjan betri afkomu árið 2022 en árin á undan. Það er niðurstaða greiningar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á afkomu garðyrkjunnar fyrir árin 2019 til 2022. Ástæða betri afkomu er umtalsverð hækkun á opinberum stuðningi, m.a. svokölluðum sprettgreiðslum, auk þess sem aðrar tekjur búanna aukast mikið. Aðrar tekjur koma að meirihluta úr ferðaþjónustu og hafa aukist um 46% milli áranna 2019 og 2022.

Framlegð afurðatekna lækkar hins vegar almennt í greininni allri sem Ívar Ragnarsson, ráðgjafi á rekstrar- og umhverfissviði RML, telur áhyggjuefni.

„Breytilegur kostnaður á tímabilinu hækkar meira en tekjur mælt í kr./kg,“ ritar hann m.a. í grein um niðurstöður rekstrargreiningar í garðyrkju. Í henni sést að breytilegur kostnaður hefur hækkað um 65,4% milli áranna 2019 og 2022.

Gagnasafnið nær til fimmtíu garðyrkjuframleiðenda sem samanlagt njóta um það bil 85–90% þeirra opinberu stuðningsgreiðslna sem greinin fær. „Nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróun í greininni þar sem hún er mikilvægur þáttur í matvælaframleiðslu og matvælaöryggi þjóðarinnar sem og vegna markaðrar stefnu og aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum,“ ritar Ívar.

Sjá nánar á síðu 42. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...