Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birgðir kindakjöts í sögulegu lágmarki
Fréttir 8. september 2022

Birgðir kindakjöts í sögulegu lágmarki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nokkuð óvenjulegar aðstæður eru nú uppi á ýmsum sviðum varðandi framleiðslu og sölu á kindakjöti.

Opinberar tölur um birgðastöðu á kindakjöti gefa til kynna að aldrei hafi jafnlítið magn kindakjöts verið í birgðum við upphaf sláturtíðar og nú. Þá hafa sauðfjárbændur fengið vissa leiðréttingu á bágum kjörum undanfarinna ára, auk þess sem síðustu ásetningstölur gefa til kynna að nokkur fækkun verði á gripum sem koma til slátrunar þetta haustið. Talið er að þessir þættir geti haft áhrif á markaðsaðstæður kindakjöts á næstu misserum; framboð, verð og eftirspurn.

Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði landbúnaðarins voru birgðir kindakjöts í lok júlí rúm 767 tonn, en til samanburðar má nefna að mánaðarsala í sama mánuði voru rúm 500 tonn. Allar líkur eru því á að birgðir kindakjöts frá síðasta ári verði uppurnar nú í byrjun sláturtíðar. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu munu endanlegar upplýsingar um birgðir í lok ágústmánaðar ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan september, þegar afurðastöðvar hafa skilað inn upplýsingum um þeirra stöðu.

Ásetningur minnkað mjög á undanförnum árum

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Kjarnafæðis Norðlenska og formaður Samtaka sláturleyfishafa, segir að taka verði opinberum tölum með fyrirvara, því þær gefi aðeins til kynna það magn sem afurðastöðvarnar sjálfar eru með – en ekki til dæmis kjötvinnslur og önnur fyrirtæki í úrvinnslu kindakjöts. Munurinn sé þó aldrei afgerandi mikill í þessu tilliti – og tölurnar ættu því að gefa nokkuð góða mynd. „Við erum í raun komin á góðan stað, með einhvers konar jafnvægispunkt á milli framleiðslu og eftirspurnar á innanlandsmarkaði.

Framleiðslukostnaður kindakjöts hefur hækkað mjög á undanförnum árum og um árabil hefur afurðaverð verið bændum óviðunandi. Því hafa bændur minnkað mjög ásetning á undanförnum árum, segir Ágúst.

Á milli áranna 2020 og 2021 varð 4,1 prósenta fækkun sauðfjár í landinu, þar sem vetrarfóðruðum kindum fækkaði úr 401.826 í 385.509. Ágúst segir að af þessu leiði óhjákvæmilega að eitthvað færri gripir komi til slátrunar þetta haustið. „Það verður mjög líklega minni framleiðsla, þó við sjáum ekki fyrir okkur eitthvert hrun núna. Ef hins vegar þessar verðhækkanir til bænda hefðu ekki komið til, þá hefði verið veruleg hætta á hruni í næstu sláturtíð – þar sem bændur taka ákvörðun um sinn ásetning ár fram í tímann.“

Það var nauðsynlegt að hækka afurðaverðið umtalsvert

„Það er alveg ljóst að eftirspurn eftir kindakjöti getur fallið eitthvað með hækkandi vöruverði á kindakjöti, sem mun fylgja hækkunum á afurðaverðinu. En það var nauðsynlegt á þessum tímapunkti að verð til bænda hækkaði umtalsvert til að mæta þeim gríðarlegu kostnaðarhækkunum sem hafa orðið á þeirra aðföngum. Það var alveg tómt mál að tala um lengur, að það gangi lengur að varan sé seld á markaði fyrir verð sem er langt undir framleiðslukostnaði,“ segir Ágúst.

Hann bendir á að þetta sé bara leiðrétting á kjörum sauðfjárbænda, því fari fjarri að þessar hækkanir bæti afkomumöguleika þeirra eitthvað verulega. „Kostnaðarhækkanirnar hafa verið með þvílíkum ólíkindum að afurðaverðshækkanirnar gera lítið annað en að halda í horfinu.

Kindakjöt hefur verið mjög ódýrt á markaði og kannski miklu ódýrara en það ætti að vera miðað við framleiðslukostnað. Íslendingar eru því góðu vanir hvað varðar verðlag á þessari vöru og því gæti talsverð hækkun leitt til minni eftirspurnar. En neytendur ættu samt að hafa þaðíhugaaðþaðerekkiþeimí hag að sauðfjárbændur fái svo lítið greitt fyrir sínar afurðir að þeim sé nauðugur einn kostur að hætta búskap, sem getur svo leitt af sér vöruskort á lambakjöti.“

Sjá nánar á bls. 2 í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...