Birgir nýr formaður BSE
Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit, var kosinn formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar á aðalfundi sambandsins nýverið.
Hann tekur við af Gunnhildi Gylfadóttur á Steindyrum í Svarfaðardal sem gegnt hefur stöðinni undanfarin ár.
Birgir tók á fundinum við verðlaunum fyrir stigahæsta lambhrút af svæði BSE í haust, sem var lamb nr. 66 sem hlotið hefur nafni Varmi.
Samþykkt var að veita stjórn heimild til að vinna að sameiningu Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Búnaðarsambands S-Þingeyinga og Búnaðarsambands N-Þingeyinga.
Sameiningartillögur verða kynntar félagsmönnum bornar upp til samþykktar eða synjunar á löglega auglýstum aðalfundi.
Fram kemur í tillögu aðalfundar að hugmyndir félagsmálanefndar BÍ snúist um að stækka og efla félagslegar einingar og að þær verði 6 á landinu. Ein þeirra verði byggð upp í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
„Sameinuð búnaðarsambönd á svæðinu geti myndað sterka félagslega heild sem verði grunnur í félagskerfi bænda á svæðinu,“ segir í tillögunni.