Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Birgir H. Arason.
Birgir H. Arason.
Fréttir 12. apríl 2021

Birgir nýr formaður BSE

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Birgir H. Arason, bóndi í Gull­brekku í Eyjafjarðarsveit, var kosinn formaður Búnaðar­sambands Eyjafjarðar á aðalfundi sambandsins nýverið.

Hann tekur við af Gunnhildi Gylfadóttur á Steindyrum í Svarfaðardal sem gegnt hefur stöðinni undanfarin ár.

Birgir tók á fundinum við verðlaunum fyrir stigahæsta lambhrút af svæði BSE í haust, sem var lamb nr. 66 sem hlotið hefur nafni Varmi.

Samþykkt var að veita stjórn heimild til að vinna að sameiningu Búnaðar­sambands Eyjafjarðar, Búnaðar­sambands S-Þingeyinga og Búnaðarsambands N-Þingeyinga.

Sameiningartillögur verða kynntar félagsmönnum bornar upp til samþykktar eða synjunar á löglega auglýstum aðalfundi.
Fram kemur í tillögu aðalfundar að hugmyndir félagsmálanefndar BÍ snúist um að stækka og efla félagslegar einingar og að þær verði 6 á landinu. Ein þeirra verði byggð upp í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

„Sameinuð búnaðarsambönd á svæðinu geti myndað sterka félagslega heild sem verði grunnur í félagskerfi bænda á svæðinu,“ segir í tillögunni.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...