Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi,
hefur tekið við matvælaráðuneytinu.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi, hefur tekið við matvælaráðuneytinu.
Mynd / ál
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavarsdóttir hefur tekið við innviðaráðuneytinu.

Á þriðjudag kynntu forystumenn ríkisstjórnarflokkanna fyrirkomulag stjórnarsamstarfsins á fundi í Hörpu, í kjölfar brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur af stóli forsætisráðherra. Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Framsóknarflokksins höfðu fyrr í vikunni samþykkt tillögu um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf.

Bjarni Benediktsson (S) er nú forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson (B) fjármálaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (VG) matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir (VG) innviðaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (S) utanríkisráðherra. Aðrir ráðherrastólar haldast óbreyttir.

Kornrækt, lífrænt og riðan

Sem kunnugt er sameinar matvælaráðuneytið málaflokka sjávarútvegs, landbúnaðar, matvæla, landgræðslu og skógræktar. Bjarkey segist hlakka til að takast á við þau verkefni sem fram undan séu í matvælaráðuneytinu og hún vænti þess að þau verði krefjandi en skemmtileg.

„Mörg góð verk hafa verið unnin undir forystu Svandísar Svavarsdóttur síðustu ár. Eðli máls samkvæmt fylgja nýju fólki nýjar áherslur en í ljósi þess hve langt er liðið á þetta kjörtímabil mun ég forgangsraða þeim verkefnum sem eru brýnust og eru komin á dagskrá. Þar ber hæst nýja löggjöf um lagareldi sem er ört vaxandi þáttur í íslensku atvinnulífi og afkastamikil grein, þar sem miklu máli skiptir að taka tillit til umhverfisins og aðstæðna á hverju svæði.

Sömuleiðis mun ég fylgja eftir aukinni áherslu á kornrækt og lífrænni framleiðslu, ásamt auknum rannsóknum á verndandi arfgerð gegn riðu sem munu verða okkar helsta vopn í þeirri baráttu á komandi árum,“ segir hún.

Innan vébanda ráðuneytisins séu veigamiklir málaflokkar. Bæði er varði stórar atvinnugreinar og útflutningstekjur þjóðarinnar en sömuleiðis er við komi loftslagsmálum og matvælaöryggi. „Það er því af nógu að taka á næstunni og margt sem þarf að setja sig betur inn í. Það mun ég gera á komandi vikum og mánuðum,“ segir Bjarkey.

Reynslumikil á þingi

Bjarkey er fyrrverandi formaður fjárlaganefndar og núverandi formaður velferðarnefndar Alþingis, auk þess að sitja í atvinnuveganefnd. Hún hefur auk þess setið í allsherjar- og menntamála-, utanríkismála-, kjörbréfa- og þingskapanefndum.

Hún hefur verið alþingismaður VG í NA-kjördæmi frá árinu 2013 og áður varaþingmaður með hléum frá 2004. Hún var formaður þingflokks VG 2017–2021 og hefur setið í stjórn VG frá 2009. Hún hefur átt sæti í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES frá árinu 2017 og í þingmannanefnd Íslands og ESB 2018–2021, og aftur frá 2022.

Sé mið tekið af málaskrám Alþingisvefsins hefur Bjarkey látið sig varða mjög velferð barna og fatlaðra, heilbrigðisþjónustu og húsnæðismál m.a.

Bjarkey er fædd í Reykjavík 27. febrúar 1965, dóttir Gunnars Hilmars Ásgeirssonar vélstjóra og Klöru Björnsdóttur matráðs. Maki hennar er Helgi Jóhannsson þjónustustjóri og á hún þrjú börn. Hún lauk B.Ed.- prófi frá KHÍ árið 2005, með áherslu á upplýsingatækni og samfélagsgreinar og hefur diplómu í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ 2008. Hún hefur m.a. starfað innan menntageirans, hjá Vélsmiðju Ólafsfjarðar og í veitingarekstri auk þess að vera bæjarfulltrúi í Ólafsfirði og ötul í stjórnmálastarfi.

Skylt efni: matvælaráðuneytið

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...