Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. Mynd / RML
Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. Mynd / RML
Fréttir 23. júlí 2020

Bjartsýnn á góða uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkur eru á góðri uppskeru útiræktaðs grænmetis um allt land þrátt fyrir að vorið hafi verið kalt framan af. Fyrstu kartöflurnar og kálið er farið að sjást í verslunum og von á að útirækta grænmetið fari að streyma á markað undir næstu mánaðamót.

Helgi Jóhannesson, ráðu­nautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, er bjartsýnn á að uppskera á útiræktuðu grænmeti verði yfir meðaltali í ár. „Þetta er allt að koma og spretta eins og í meðalári eins og er. Það er sömu sögu að segja um allt land, bændur settu niður á nokkuð eðlilegum tíma en vorið var kalt framan af og sprettan því hæg fyrstu vikurnar. Lofthiti var lágur og kalt á nóttunni.“

Fyrstu kartöflurnar undan plasti eru komnar á markað og eitthvað af káli en fyrstu gulræturnar og gulrófurnar fara ekki að sjást í verslunum fyrr en eftir hálfan mánuð eða undir næstu mánaðamót.

„Tíðin hefur verið góð undanfarið, hlýindi og væta og ég heyri ekki betur á bændum en að sprettan sé góð og að þeir séu bjartsýnir bæði á uppskeruna og markaðinn í ár ef ekkert óvænt kemur upp á. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...