Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. Mynd / RML
Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. Mynd / RML
Fréttir 23. júlí 2020

Bjartsýnn á góða uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkur eru á góðri uppskeru útiræktaðs grænmetis um allt land þrátt fyrir að vorið hafi verið kalt framan af. Fyrstu kartöflurnar og kálið er farið að sjást í verslunum og von á að útirækta grænmetið fari að streyma á markað undir næstu mánaðamót.

Helgi Jóhannesson, ráðu­nautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, er bjartsýnn á að uppskera á útiræktuðu grænmeti verði yfir meðaltali í ár. „Þetta er allt að koma og spretta eins og í meðalári eins og er. Það er sömu sögu að segja um allt land, bændur settu niður á nokkuð eðlilegum tíma en vorið var kalt framan af og sprettan því hæg fyrstu vikurnar. Lofthiti var lágur og kalt á nóttunni.“

Fyrstu kartöflurnar undan plasti eru komnar á markað og eitthvað af káli en fyrstu gulræturnar og gulrófurnar fara ekki að sjást í verslunum fyrr en eftir hálfan mánuð eða undir næstu mánaðamót.

„Tíðin hefur verið góð undanfarið, hlýindi og væta og ég heyri ekki betur á bændum en að sprettan sé góð og að þeir séu bjartsýnir bæði á uppskeruna og markaðinn í ár ef ekkert óvænt kemur upp á. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...