Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. Mynd / RML
Helgi Jóhannesson, ráðunautur hjá RML. Mynd / RML
Fréttir 23. júlí 2020

Bjartsýnn á góða uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkur eru á góðri uppskeru útiræktaðs grænmetis um allt land þrátt fyrir að vorið hafi verið kalt framan af. Fyrstu kartöflurnar og kálið er farið að sjást í verslunum og von á að útirækta grænmetið fari að streyma á markað undir næstu mánaðamót.

Helgi Jóhannesson, ráðu­nautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, er bjartsýnn á að uppskera á útiræktuðu grænmeti verði yfir meðaltali í ár. „Þetta er allt að koma og spretta eins og í meðalári eins og er. Það er sömu sögu að segja um allt land, bændur settu niður á nokkuð eðlilegum tíma en vorið var kalt framan af og sprettan því hæg fyrstu vikurnar. Lofthiti var lágur og kalt á nóttunni.“

Fyrstu kartöflurnar undan plasti eru komnar á markað og eitthvað af káli en fyrstu gulræturnar og gulrófurnar fara ekki að sjást í verslunum fyrr en eftir hálfan mánuð eða undir næstu mánaðamót.

„Tíðin hefur verið góð undanfarið, hlýindi og væta og ég heyri ekki betur á bændum en að sprettan sé góð og að þeir séu bjartsýnir bæði á uppskeruna og markaðinn í ár ef ekkert óvænt kemur upp á. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...